Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 51

Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 51
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 31 Skáldafélagið Nýhil efnir í sumar til fyrirlestrahalds um endur- komu róttækninnar, eins og það er nefnt í fréttatilkynningu frá hópnum: „Eftir frostavetur frjáls- hyggjunnar eru hafnar leysingar og heimurinn kallar eftir nýjum hugmyndum um réttlátt samfé- lag,“ segir þar, og „kerfisgallar og eyðileggingarmáttur markaðs- hagkerfisins birtust skýrt í hruni íslensks efnahags síðasta haust. Á sama tíma vekur snörp andófs- bylgja vonir um endurnýjaðan samtakamátt almennings.“ Í maí og júní munu fjórir af þekktustu fræðimönnum heims á sviði marxískra rannsókna heim- sækja Ísland. Þetta eru Michael Hardt og Antonio Negri, höf- undar bókanna Empire og Mult- itude; Chantal Mouffe, höfundur hugmynda um róttækt lýðræði; og Peter Hallward, einn fremsti fræðimaðurinn í hópi nýrra, rót- tækra heimspekinga í Evrópu. Með heimsóknum þeirra gefst fágætt tækifæri til að ræða þróun og stöðu íslensks samfélags í sam- hengi við hina alþjóðlegu baráttu fyrir jöfnuði og réttlæti. „Tími róttækra stjórnmála er núna,“ segja Nýhil-menn. Hardt og Negri halda erindi sín þriðjudaginn 26. maí kl. 20 í sal 102 á Háskólatorgi. Peter Hall- ward verður á ferðinni 11. júní og Chantal Mouffe hinn 13. júní. Aðgangur er ókeypis á alla fyr- irlestrana og boðið verður upp á spurningar og umræður að þeim loknum. Nánari lýsingar á efni hvers fyrirlestrar verða kynntar í fjöl- miðlum þegar nær dregur. - pbb Sagan er hafin á ný KENNINGAR Nú er mikið tíðkað að taka Marx gamla til endurskoðunar í ljósi sögunnar. Hörn Hrafnsdóttir mezzósópr- an og Antonía Hevesi píanó- leikari halda söngtónleika í TÍBRÁ í Salnum á morgun kl. 17. Þá flytja þær ljóðaflokkinn Frauenliebe und -Leben eftir Schumann, og glæsilegar aríur úr óperum eftir Verdi, Saint- Saëns, Bizet og Tsjaíkovskí. Af þessu tilefni munu þær stöllur segja frá tónleikunum og gefa tóndæmi í Listasafni Kópa- vogs – Gerðarsafni í hádeginu í dag kl. 12 og er alveg tilvalið fyrir áhugasama að gæða sér á gómsætri súpu í leiðinni. Tónleikarnir marka upp- haf Kópavogsdaga í Salnum en eru jafnframt lokatónleikar í TÍBRÁ á starfsárinu. - pbb Söngur í Salnum TÓNLIST Antonía Hevesi leikur undir hjá Hörn Hrafnsdóttur í Salnum í dag og laugar- dag. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 8. maí 2009 ➜ Opnanir 17.00 Í Gallery Turpentine við Skóla- vörðustíg 14, opnar sýning 9 listamanna frá Íslandi, Englandi og Frakklandi. Opið þri.-fim. kl. 12-18 og lau. kl. 12-17. ➜ Sýningar Glerlistakonan Nadine Martin sýnir glerperlur og muni unna úr þeim á skörinni hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10. Opið virka daga kl. 9-18, fimmtudaga til kl. 22 og um helgar 12-17. Hertha Richardt Úlfarsdóttir hefur opnað sýninguna „Fastagestir og annað starfsfólk“ á Café Karólínu, við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið mán.- fim. kl. 11.30-01, fös.-lau. kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Guðrúnar Kristjánsdóttur „Veðurskrift“ í Hafnarborg við Strand- götu í Hafnarfirði, lýkur á sunnudag. Opið kl. 11-17. Sýningu Bjargeyjar Ólafsdóttur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur lýkur á sunnu- daginn. Opið virka daga kl. 12-19 og 13-17 um helgar. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Í listasafni Akureyrar við Kaupvangs- stræti stendur yfir samsýning fimm málara undir yfirskriftinni „Kenjóttar hvatir“. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið kl. 12-17. Sýningu Eddu Þóreyjar Kristfinns- dóttur „Vistaskipti“ í Grafíksafni Íslands við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), lýkur á sunnudag. Opið kl. 14-18. Í Listasal Iðu-hússins við Lækjagötu sýnir Ólöf J. Guðmunds- dóttur olíumálverk. Sýningunni lýkur á sunnudag. Opið alla daga frá kl. 9-22. ➜ Tónleikar 17.00 Kristín Þóra Haraldsdóttir víólu- leikari verður með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Denyer, Bartók og Hafdísi Bjarnadóttur. 17.00 Tvær popphljómsveitir á vegum Tónlistarskólans á Akureyri munu spila í Eymundsson, Te og kaffi, Glerár- eyrum, Akureyri. ➜ Leiklist 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir verkið „Hressingarheimilið Líf í tuskunum“ í Stangarhyl 4. ➜ Dansleikir SalsaIceland heldur Latin Mix partý á Cafe Oliver við Laugaveg 20. Mike Sánchez annast tónlistina. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Borgfirðingaball verður haldið á NASA við Austurvöll. Fram koma hljómsveit- irnar Chaplin, Draumalandið og Festi- val auk þess sem DJ. Stjáni spilar. Spútnik verða á Players við Bæjarlind í Kópavogi. Hljómsveitin MONO verður á 800 Bar við Eyrarveg á Selfossi. 570 2400 og fáðu Fyrirtækjaöryggi í áskrift!Hringdu í Verður góðu dagsverki stolið frá þér í nótt? Kynntu þér öruggara Fyrirtækjaöryggi á öryggi.is Nýjung í Fyrirtækjaöryggi Fyrstu 2 mánuðir myndvöktunar fríir* Tryggðu þér myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar á sértilboði út maí - með myndvöktun er þitt fyrirtæki öruggara. Með myndvöktun birtast myndir frá eftirlitsmyndavélum í vaktmiðstöð Öryggis- miðstöðvarinnar um leið og boð um óeðlilegar mannaferðir berast frá öryggiskerfi. Starfsmenn vaktmiðstöðvar geta þannig fyrr staðfest innbrot, borið kennsl á innbrotsþjófa og boðað lögreglu á staðinn. * Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér skilmála myndvöktunar. www.oryggi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.