Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 6

Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 6
6 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið hefur mikla yfirburðastöðu á íslenskum dagblaðamarkaði samkvæmt nýrri lestrarkönnun Capacent. Hvern dag má gera ráð fyrir að rúmlega 50 þúsund fleiri landsmenn lesi Fréttablaðið að meðaltali en Morgunblaðið. Meðallestur á hvert tölublað Fréttablaðsins mælist nú 61,9 prósent. Það er örlítið minni lestur en mældist í síðustu könnun, en þá lásu 63,7 pró- sent Íslendinga blaðið. Lestur Morgunblaðsins minnkar einnig milli kannana, en þó heldur meira, lækkar úr 42,7 pró- sentum í 40,1 prósent. Lestur DV og Viðskipta- blaðsins er ekki kannaður af Capacent Yfirburðastaða Fréttablaðsins á dagblaðamark- aði er enn meira afgerandi ef litið er eingöngu til lesenda á aldrinum 18 til 49 ára. Meðallestur á hvert tölublað í þeim hópi mælist 63,2 prósent hjá Fréttablaðinu, en 31,1 prósent hjá Morgunblaði. Lestur Fréttablaðs í aldurshópnum umfram Morg- unblaðið er því 103 prósent, eða ríflega tvöfaldur. Lestur Fréttablaðsins minnkar á landsbyggðinni. Má rekja það til samdráttar á upplagi og dreifing- arsvæði blaðsins, en til þeirra aðgerða var gripið í hagræðingarskyni síðla vetrar. Staða Fréttablaðsins er hins vegar ákaflega sterk á höfuðborgarsvæðinu, og styrkist milli kannana. Að meðaltali lesa 73 prósent íbúa höf- uðborgarsvæðisins Fréttablaðið en 44,2 prósent Morgunblaðið. Í aldurshópnum 12 til 54 ára er Fréttablaðið með að meðaltali ríflega tvöfalt fleiri lesendur á höfuð- borgarsvæðinu en keppinauturinn. Könnun Capacent var gerð í síma og nær yfir tímabilið 1. febrúar til 1. maí. Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 2.554 manns á aldrinum 12 til 80 ára. Ný könnun Capacent á lestri dagblaða: Sterk staða Fréttablaðsins 150 120 90 60 30 0 Lesendur 12-80 ára allt landið. Heimild: Capacent 14 4. 08 9 93 .3 97 Þú su nd Fréttablaðið Morgunblaðið SVEITARSTJÓRNARMÁL „Framgang- ur þessarar hugmyndar er meira og minna háður því hvað ný rík- isstjórn mun gera varðandi sveit- arfélögin og við munum því vænt- anlega taka ákvörðun um þetta seinna í þessum mánuði,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, um niðurskurð hjá sveitarfélaginu með launanið- urskurði gegn frítöku. Samband íslenskra sveitarfélaga leitar nú leiða til að forðast upp- sagnir vegna yfirvofandi niður- skurðar hjá sveitarfélögunum. Vill stjórn sambandsins því veita þeirri hugmynd brautargengi að laun verði lækkuð hjá starfs- mönnum sveitarfélaganna í land- inu um fimm prósent á móti tíu til tólf frídögum á ári. Miklum sparnaði má ná með þessari leið og koma í veg fyrir uppsagnir. Hugmyndin verður tekin fyrir á samráðsfundi sveitarfélaganna í næstu viku þar sem fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður rædd. Hugmyndin er sprottin frá sveitarstjórnarfólki á Akureyri. „Við kynntum hugmyndina fyrir okkar stjórnendum fyrir páskana og þeir aftur kynntu hana á meðal starfsmanna. Viðbrögðin voru heilt yfir góð,“ segir Sigrún. Hún segir að stórar ákvarðanir verði ekki teknar hjá sveitarfélögum lands- ins fyrr en ný ríkisstjórn sýnir á spilin. Upphaflega hugmyndin var að frítökuleiðin tæki gildi í haust hjá afmörkuðum hópi starfsfólks en annars í upphafi næsta árs. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að frí- tökuleiðin verði tekin alvarlega til skoðunar ef vilji sveitarfélag- anna verður í þá átt. „Við stönd- um frammi fyrir sömu rekstrar- forsendum og önnur sveitarfélög, en það skal þó sagt að ekki kemur til greina að lækka lægstu laun hjá Vestmannaeyjabæ.“ Hanna Birna Kristjánsdótt- ir borgarstjóri segir hugmynd- inga um fimm prósent leiðina hafa verið rædda á vettvangi SÍS eins og margar aðrar hugsanleg- ar leiðir til sparnaðar. Hins vegar hafi engin afstaða verið tekin til hennar á vettvangi borgarstjórn- ar Reykjavíkur. „Það liggur fyrir hvað við hyggjumst gera í starfs- mannamálum hjá okkur á þessu ári og kemur fram í aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar. Allar frekari ákvarðanir verða unnar í þverpól- itískri sátt og í samráði við starfs- fólk okkar og stéttarfélög þeirra.“ Hanna Birna sér ekki fyrir sér að gripið verði til skerðingar á laun- um gegn frítöku á þessu ári, enda myndi slík ákvörðun ekki sam- ræmast gildandi fjárhagsáætlun borgarinnar. svavar@frettabladid.is Sparnaðarleið háð aðgerðum stjórnar Viðbrögð við launalækkun gegn frítöku voru jákvæð, að sögn bæjarstjóra Ak- ureyrar. Borgarstjóri sér ekki fyrir sér að gripið verði til launaskerðingar gegn frítöku á þessu ári. Laun þeirra lægst launuðu verða ekki lækkuð. FRÁ HÚSAVÍK Hugmynd um launalækkun gegn frítöku næði ekki til þeirra lægst launuðu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR PAKISTAN, AP Þúsundir skelfingu lostinna Pakistana flúðu átaka- svæðin í Swat-dal, þar sem tali- banar berjast við hersveitir rík- isstjórnarinnar. Fólkið streymdi inn í yfirfullar flóttamannabúð- ir og sjúkrahús með örþreytt og svöng börn. Margir höfðu þurft að fara krókaleiðir til að komast fram hjá vegatálmum talibana. Þriggja mánaða gamall friðar- samningur ríkisstjórnarinnar við talibana rann út í sandinn í síð- ustu viku. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að vinna fullnaðarsig- ur á talibönum, þótt það geti kost- að langt stríð í dalnum. - gb Hörð átök í Pakistan: Þúsundir flýja átakasvæðin BÖRN Á FLÓTTA Flóttamannastraumur- inn eykst hratt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Telur þú að stjórnarmyndunar- viðræður taki of langan tíma? Já 79,4 Nei 20,6 SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefði gengi krónu þolað frekari stýrivaxtalækkun? Segðu skoðun þína á Vísi.is LÖGREGLUFRÉTTIR Fjórir menn voru handteknir eftir að lítill skemmti- bátur sem þeir voru um borð í strandaði við Geirsnef um hálf- þrjúleytið í gærdag. Til stóð að yfirheyra mennina í gærkvöldi, en þeir voru grunaðir um ölvun. Neyðarlínu barst tilkynning um strandið og gerði Landhelg- isgæslunni viðvart. Að sögn lög- reglu sakaði engan við strandið en báturinn mun hafa skemmst töluvert. Engir aðrir bátar urðu á vegi þess sem strandaði. Eigandi bátsins var um borð og var handtekinn. - kg Grunaðir um ölvun: Strönduðu bát við Geirsnef HEILBRIGÐISMÁL „Miðað við síðustu ár hafa þess- ir fyrstu mánuðir ársins verið með rólegasta móti hjá okkur,“ segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku og göngudeild geðdeildar Landspít- alans. Tölur yfir komur á deild- ina fyrstu fjórtán vikur þessa árs sýna að þeim hefur fækkað tals- vert frá fyrri árum. Halldóra segir starfsfólk deild- arinnar stöðugt fylgjast með fjölda sjúklinga og álagi á starfs- fólk. „Nákvæmar tölur yfir komur fyrstu fjórtán vikur ársins sýna fram á töluverða fækkun. Síðustu tvö til þrjú árin hefur ekki verið óalgengt að komurnar á þessum árstíma hafi verið á bilinu 160 til 200 á viku og jafnvel rúmlega það. Fyrstu fjórtán vikur þessa árs voru komurnar frá 110 og upp í 160 talsins. Við höfum ekki nákvæmar tölur yfir kom- urnar síðustu tvo mánuði eða svo, en mér sýnist að fleiri hafi sótt til okkar á þeim tíma en var í byrj- un árs. Sú fjölgun er þó ekkert yfirgengileg,“ segir Halldóra. Að sögn Halldóru er ekki vitað hverju þessi fækk- un í byrjun sætir. „Hugsanleg ástæða gæti verið sú að fólk telji sig ekki lengur hafa efni á að koma til okkar. Maður heyrir það sums staðar, bæði frá sjúk- lingum og öðrum. En það gætu líka verið einhverj- ir aðrir þættir sem koma þar inn í. Þetta er auðvit- að fremur lítil bráðamóttaka og miklur sveiflur í þessu,“ segir Halldóra Ólafsdóttir. - kg Yfirlæknir á geðdeild segir fyrstu mánuði ársins með rólegasta móti: Komum á geðdeild fækkar HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR GEÐDEILD Yfirlæknir segir hugsanlega ástæðu fyrir fækkun sjúklinga vera þá að fólk hafi ekki efni á að leita til geðdeildar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Tveir refsifangar á Litla-Hrauni hafa verið ákærð- ir fyrir hafa smáræði af kanna- bisefnum og e-töfludufti í fórum sínum í fangelsinu. Annar fang- anna, Einar Jökull Einarsson, hlaut níu og hálfs árs dóm fyrir að flytja 40 kíló af fíkniefnum til landsins í Pólstjörnumálinu svo- kallaða. Hann var höfuðpaurinn í því máli. Hinn fanginn er Guðmund- ur Freyr Magnússon, sem hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2007 fyrir nokkur brot, meðal annars fyrir að fara ránshendi um hús í Þorlákshöfn og kveikja síðan í því. Kona og tvö börn sváfu í húsinu en sluppu ómeidd. - sh Fangar ákærðir fyrir afbrot: Pólstjörnufangi með fíkniefni STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn mun í mánuðinum endurgreiða Landsbankanum og FL-Group að mestu þá styrki sem flokkurinn þáði fyrir síð- ustu kosning- ar. Þetta segir Bjarni Bene- diktsson, for- maður flokks- ins. Alls fékk flokkurinn 60 milljónir frá fyrirtækjunum og mun endur- greiða Landsbanka 25, en FL- Group þrjátíu. „Við erum að vinna í því í sam- ræmi við getu okkar að endur- greiða þeim,“ segir Bjarni, spurð- ur um fjárhagsstöðu flokksins. Peningarnir fari til þeirra lögað- ila sem halda utan um fyrirtæk- in, en þau eru bæði komin í þrot. - kóþ Styrkir til Sjálfstæðisflokksins: Verður skilað fyrir 1. júní BJARNI BENEDIKTSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.