Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 25
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 3 Vaxandi sport er að aka fjar- stýrðum bílum um torfærubraut en Íslandsmót í því verður hald- ið um helgina. Fyrsta umferð af fimm í Íslands- móti fjarstýrðra torfærubíla verð- ur haldin sunnudaginn 10. maí. Mótið er haldið á vegum Tóm- stundahússins og Smábílaklúbbs Íslands á brautarsvæði klúbbsins í Gufunesi í Grafarvogi. Öflugir fjórhjóladrifnir bensínbílar keppa þar í þremur flokkum, Monster- trukkar, Buggý og Truggý. Monster-trukkar eru eftirmynd af amerískum torfærutröll- um líkt og Big Foot. Buggý- bí lar eru sérgerð- ir fyrir braut- arakstur og er mikið keppt í slíku erlendis. Truggý-bílar eru svipaðir og Buggý fyrir utan að þeir eru með svipuð dekk og Mon- ster-trukkar. Fjarstýrðir bensínbílar eiga auknum vinsældum að fagna og er Smábílaklúbburinn kominn með varanlega aðstöðu í Gufunesi. Þar er hann með 600 metra torfæru- braut en einnig stendur til að mal- bika braut í náinni framtíð. Smábílaklúbburinn var stofn- aður árið 1994 af áhugamönnum um kappakstur fjarstýrðra bíla og hefur síðan þá staðið fyrir keppnishaldi bæði innanhúss á veturna og utandyra á sumrin. Í sumar verður, auk Íslandsmeistaramóts fjarstýrðra torfærubíla, haldið íslandsmeist- aramót í On-road með rafmagns- og bensínbílum. Að auki verða haldin þolakstursmót í torfæru en þá er ekið stanslaust í eina klukkustund. Frekari upplýsingar má finna á www.sbki.is - sg Íslandsmót fjarstýrðra tor- færubíla haldið á sunnudag Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Laugardalshöll um helgina. Á sýningunni Ferðalög og frí- stundir sameinast á einum stað allt sem snertir ferðalög og frístund- ir, innanlands og utan. Sýningin Golf 2009 verður haldin samhliða Ferðalögum og frístundum – og kjarninn í ferðasýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamála- samtök og markaðsstofur lands- hlutanna kynna ferðaþjónustu á sínu svæði. Á Matartorginu verða haldnar þrjár matreiðslukeppn- ir á vegum Klúbbs matreiðslu- meistara, ásamt því að fyrirtæki í matvæla- og veitingageiranum kynna starfsemi sína. Keppnirnar eru Matreiðslumaður ársins, Mat- reiðslumeistari Norðurlanda og landshlutakeppnin Íslenskt eld- hús 2009. Þá fer fram á sýning- unni úrslitaviðureign í keppninni Delicato vínþjónn Íslands 2009, sem haldin er af Vínþjónasamtök- um Íslands. Fjölmargir sýnendur úr öllum landshlutum hafa skráð sig til leiks og hafa ferðaþjónustufyrirtæki í ákveðnum landshlutum tekið sig saman um að kynna starfsemi sína undir sameiginlegum merkjum. Á sýningunni verða kynntir þeir fjölbreyttu möguleikar sem í boði eru og bent á nýjar og spennandi leiðir til að upplifa og kynnast landinu; auk þess sem framboð á ferðum til útlanda verður kynnt. Á sýningunni Golf 2009 verður hægt að nálgast á einum stað allt það nýjasta um golfíþróttina – og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér golfið í fyrsta sinn finna líka eitthvað við hæfi því golfkennar- ar verða á staðnum til að ráðleggja þeim um fyrstu skrefin. Þar verð- ur einnig sérstakt krakkagolf- svæði með kylfum og boltum ætlað börnum með öryggi þeirra að leið- arljósi. Sýningin verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí en nánari upp- lýsingar er að finna á www.ferda- logogfristundir.is. - sg Allt um ferðalög, golf og frístundir Ísland hefur upp á margt að bjóða. Nátt- úrufegurðin í Breiðavík er til að mynda heillandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Taílensk menningardagskrá verður í Háskólabíói á morgun. Gimsteinn austursins er yfirskrift taílenskrar menningardagskrár sem fram fer klukkan 14 í sal 3 í Háskólabíói á morgun. Taílensk menning hefur sett sterkan svip á íslenskt samfélag undanfarin ár enda búa hér á landi um 1.300 íbúar af taílensku bergi brotnir. Í dagskránni verður varpað nán- ara ljósi á sérstæða sögu og menn- ingu þessa lands. Fjallað verður um sögu þess, stjórnmálafram- vindu, tungumál og matargerð- arlist. Nokkur erindi verða flutt bæði á íslensku og ensku. Milli fyrirlestra verða sýndir dansar og lifandi tónlist. Að fyrirlestrum loknum verður gestum boðið að bragða á taílenskum mat sem er í boði veitingahúsanna Núðluhúss- ins, Krua Thai og Thai Shop. Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur og Asíusetur Íslands standa að dagskránni í samvinnu við Taí- lensk-íslenska félagið og sendiráð Taílands í Danmörku og á Íslandi. - sg Gimsteinn austursins Stúlkur í taílenskum búningum á taí- lenskri hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Ný sending af sundfatnaði komin Keppni fjarstýrðra bensín torfærubíla verður haldin sunnudaginn 10. maí á brautasvæði SBKÍ í Gufunesi, Grafarvogi. Hægt er að skrá sig í keppni á heimasíðu sbki.is eða á staðnum. Frekari upplýsingar á www.sbki.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.