Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1926, Side 4

Skinfaxi - 01.03.1926, Side 4
4 SKINFAXI ar sé ekki ótal margt í*ott að finna. En alt hið f*óða,. sem þar finst, er líka að finna hjá Kristi — og alla jafna í hærra veldi. Og eftirtektarvert er það, að afburða- mennirnir, er fram liafa komið í sögu þjóðanna og orð- ið hafa leiðtogar um skemmri eða lengri tíma, hafa jafnan skírskotað til einlivers almenns, er þeir liafa kallað „lif“. En hvað er lífið? pví er vitanlega erfitt að svara. En af umbótatilraununum öllum, sem reynd- ar liafa verið í mannheimum, má álykta, að lífið sé ekki alment fullkomið og gott. Annars hefði naumast verið þörf þeirra tilrauna. Og er þá nokkurt vit í því, að gera þann að sínum hjartans vin og leiðtoga, er skírskotar til lífsins alment, sem fyrirmyndar. Leið- togi vor og hjartans vinur og hjálpari þarf að kljúfa það i hinar miklu andstæður þess: llt og gott, eða eijis og þær voru nefndar á gömlu spámannamáli: Guð og Satan. pann klofning á lífinu hefir Jesús gert. Og ann- arsvegar við gjána, sejn Jesús hefir höggið í þennan almenning, sem kallað er líf, er liið sanna líf, en hinu- megin voðalegt líf. Eða ni. ö. o.: Annarsvegar er líf, hinsvegar er dauði. pað er eitt af einkennum æskunnar, að lnin er gunn- reif. Hún er ótreg á að leggja á „tæpasta vaðið.“ pað er hetjulegt og stórmannlegt og æskunni samboðið; en það getur orðið skeinusamt á þeim flúðum. En þær skeinur eru hetju-sár. Eg vil því kalla þetta citt af hin- um góðu og gleðilegu einkennum æskunnar. En það er annað einkenni, sem æskan á, og það er sorglegt. pað er dálítið skylt fyrra einkenninu, nokkurskonar skuggi af því. En þetta sorglega einkenni kemur fram i því, að það er eins og eitthvert dularafl togi æskuna að markalínu góðs og ills, að gjánni, þar sem annarsvegai’ cr lif, en hinsvegar er dauði. Og ekki ósjaldan vill eitt- livað af lífsaflinu fjara út við þessi gljúfur og stundum er svo undra skamt yfir í skuggaríkið. Erlendur skóla- maður, sem eg met mikils, hefir sagt, að mannssálin

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.