Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 9
SKINFAXI
9
nm lians: Hverfum aftur til náttúrunnar, þ, e.: til liins
einfalda, hreina og heilbrigða lífs þeirra manna, er lifa
i nánu og barnslega innilegu samlífi við hina miklu
móður náttúru. Holl og gott væri islenskum bænda-
efnum að kynnast slíkri stefnu, þar sem hún væri bor-
in fram með mestum þrótti og festu. Og réttur hjartans
er helgasti réttur lífsins. ]?að er ekkert vafamál, að hægt
væri að efla íslensk hjörtu með slíkum kynnum og
kenna íslenskum landnemum hin réttu handtök, — hin
réttu móðurhandtök, er hið nýja líf krefst.
pjóðskáldið Einar Benediktsson hefir ort sti'irsvip-
mikið og sannort kvæði. Eg á við kvæðið: „Væringjar“.
Hann sér ísland i dögun á annari öld, nýja og merki-
lega tíma í framsýn. Og þjóðin á að sigra, ekki með
„vopnanna fjöld“, heldur með vikingum andans um
staði og hirðir. Svo sér hann börnin íslensku, er rétta
sig limalöng, því að litla stofan er orðin svo þröng.
Útþrá, vaxtarþrá fslendingsins er vöknuð. pá liorfir
hann yfir svið sögunnar og hann sér mikla frægð ís-
lendinga, er þeir hlutu, livar sem þeir komu. „pá nefnd-
ist hér margur til metnaðs og hróss, frá Miklagarði til
Niðaróss.“ pá stóð hámenning íslands, sem æskuna
dreymir. ]?á sér hann íslenskan nútíma mann, Vær-
ingjann, í förum út um heim til að framast og þrosk-
ast. Hans dugur er seigur og djúp hans úð — og draum-
ar hans um dáðir og listir munu rætast.
En heim snýr hans far. Á þeim lnig er ei brigð.
pvi hélt liann út snemma, að fyrr mætti lenda.
Hans þroski er skuldaður bernskunnar hygð,
því ber liann um seglin, þá rétt er að venda.
f glauminum öllum hann geymdi sín sjálfs.
Hann var góðvinum hollur, eu laus þó og frjáls.
Svo skal Væringjans lag alla veröld á enda.
Sé eyjunni borin sú fjöður sem flaug,
skal liún fljúga endur til móðurstranda.