Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1926, Page 12

Skinfaxi - 01.03.1926, Page 12
12 SKINFAXI 7. Pétur Bergsson, frá Helgafelli, Mosfellssveit. 8. porsteinn Kristjánsson, Reykjavík. 9. Sigurður Greipsson, Haukadal, Árnessýslu. 10. Jón pörsteinsson, kennari og leiðtogi flokksins. Eftir þetta var farið að þjálfa flokkinn fyrir alvöru. Glímur og leikfimi var iðkað 2—3 stundir daglega. Sá eini fjárstyrkur, sem fékst til fararinnar, var kr. 800, frá U. M. F. 1., eða kr. 80 á mann. Varð því hver ein- stakur að leggja mikið á sig fjárhagslega til þess að geta orðið með í förinni. Snemma í fyrra vetur var skrifað til Norges Ungdomslag* og skýrt frá þessari hugmynd, og það Ijeðið um að semja ferðaáætlun fyrir flokkinn. Ákveðið var að hefja förina 21. maí. pvi skildist öll- um að undirbúningstiminn var naumur, og varð þvi að nota hann vel. Vér vissum,. að það var mikil ábyrgð, sem hvildi á oss, gagnvart þjiVð vorri, og að vér yrðum því að vanda framkomu vora, sem best. Að sjálfsögðu mátti eng- inn af oss neyta neins tóbaks eða áfengis. Nokkrar sýningar voru haldnar hér heima, áður en farið var utan. Sýningar þessar fóru fram í Reykjavík, Hafnarfirði, Eyrarbakka og Stokkseyri, voru þær nauð- synlegur undirbúningur fyrir aðalförina. Var yfirleitt vel látið yfir sýningunum. Einkum vil eg þakka Eyr- bekkingum og Stokkséyringum fyrir góðar viðtökur. Eg minnist og ýmsra mætra manna, sem létu ánægju sina í Ijósi yfir þessari framtakssemi vorri og spáðu góðu um förina, svo sem þeir Magnús Helgason, skóla- stjóri og Jón pórarinsson, fræðslumálastjóri. 21. maí, kl. (i síðdegis álti „ Mercur“ að leggja af stað frá Reykjavik áleiðis til Bergen. Veður var hið fegursta. Margt fólk fylgdi oss á skipsfjöl og óskaði oss góðrar * Samband norskra ungmennafélaga.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.