Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 15
SKINFAXI
15
l)lásið í lúðra „Eldgamla Isafold,“ þvi næst var gengið
i skrúðgöngu, skamt upp fyrir bæinn. Er þar dálítil
kvos, með hálfgrónu sandskeiði. par átti glíman að fara
fram. Vér höfðum fataskifti í húsi þar skamt frá og
gengum fylktu liði undir fána vorum til leikvallarins.
Fánavörður þessarar sýningar var próf. S. Nordal. Völl-
urinn var of láús til þess að hægt væri að neyta sínu,
sem skyldi.
Glíman stóð yfir % klst. Var liún vel rómuð. pakkaði
Patursson oss fyrir komuna og mintist þess, að enn
fyndust hraustir menn á íslandi, sem til forna, þá er
pormóður Kolbrúnarskáld og fleiri liraustir drengir
hefðu heimsótt Ólaf helga. Að ræðunni lokinni var hróp-
að ferfalt húrra fyrir íslandi og íslendingum.
Færeyingar sýndu oss í allri framkomu sinni hina
mestu alúð og leyndi það sér hvergi, að vér vorum þeim
kærkomnir gestir. Að síðustu var l)lásið i horn: „Ó guð
vors lands“. J. Patursson fylgdi oss til skips og óskaði
oss allra fararheilla. „Merkur“ átti að koma til Björg-
vinjar 26. mai. Átti þá að halda oss veglegt samsæti um
kveldið. En sökum storma alla leiðina út, náðum vér
eigi til Björgvinjar fyr en á miðnætti 26. maí. Sváfum
vér um borð í „Mercur“ um nóttina. Næsta morgun
kl. 8 'komu nokkrir Norðmenn til móts við oss, þar á
meðal Eirik Hirth kennari og Skásheim bankaritari.
Buðu þeir oss til kaffistofu Bændaungmennafélagsins,
þáðum vér þar binar bestu viðtökur. Hér í Björgvin
var undirbúningur allmikill undir komu vora. Höfðu
ungmennafélögin skijjað nefnd lil þess að annast mót-
tökuna og sýningarnar, og ennfremur að sjá oss fyrir
ókeypis gistingu, meðan vér dveldum þar. Var oss nú
sagt hvar vér ættum að búa, á meðan vér dveldum í
Björgvin. Fórum við Jón með Eirik Hirth, en hinir
bjuggu hjá biskup Hofnestad, Frú Rusten og próf.
Hannás.
það var ákveðið, að þennan sama dag færi fram