Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 19
SKINFAXI
19
þarna fjöldi í'ólks. Skemti fólk sér liiö i)esta við það
að horfa á glímuna.
pennan sama dag fórum vér til Leirvikur á Stord.
Komum við þangað seinl um kveldið og gistum þar um
nóttina. Daginn eftir (2. júní) fórum vér í bíl til
Sewnin Eskelands, skólastjóra við kennaraskólann á
Stord. Áttum vér að halda sýningu þennan dag þar i
skólanum. Var oss hoðið þar til miðdegisverðar. Sát-
uin vér þar til borðs með kennurum og nemendum skól-
ans, voru það yfir 200 manna. Virtist hvíla hin mesta
reglusemi og myndarbragur yfir þessu skólaheimili.
Skemtum vér oss þar fram eftir deginum með því að
skoða oss þar um bekki.
Sýningin fór fram kl. 8 um kveldið. Að henni lok-
inni sté S. Eskeland fram og þakkaði oss fyrir komuna.
Sagði hann að i þessari íþrótt, sem i mörgu öðru fynd-
ist glöggur skyldleiki i millum Norðmanna og íslend-
inga. T. d. sagði hann að þektist í sumum sveitum Nor-
egs, buxnatök, hryggspenna og axlatök. En hjá Islend-
ingum væri þetta hreinræktuð íþrótt, fögur og fræki-
leg, og þeir Islendingar sem hér væru og sýndu þessa
íþrótt, þeir sýndu einnig dug og' dáð, sem ímynd þeirrar
þjóðar, er Iiefir þrek til þess að standa sjálfstæð.
„Velkomnir hingað, kæru frændur, hamingjan fylgi
yður á ferðinni. Berið kæra kveðju frændþjóðinni hand-
an um haf.“
Frá Leirvík var farið kl. 1 um nóttina á skipi til
Haugasunds. Veður var hið fegursta. Stafalogn á sund-
um, þokuslæða hjúpaði eyjarnar. Kl. var orðin 5 um
morguninn, er vér komum til Haugasunds. Var oss þar
þegar visað til gistihúss, og sváfum vér þar til kl. 11 f.
h. J?á var oss boðið til matar. Að lokinni máltíð gekk
H. Tindeland, kennari með oss að Haraldshaugnum.
Hann liggur skamt utan við bæinn.
Hver Islendingur, sem kemur til Haugasunds, lilýt-
ur að ganga til haugs Haralds hárfagra, því að við sögu