Skinfaxi - 01.03.1926, Side 20
20
SKINFAXI
Haralds tengisí öfluglega upphaf íslensku þjóðarinn-
ar. Á sjálfum haugnum er reist 18 m. há súla, bygð úr
granit. Neðst á suðurhlið súlunnar er mynd af víkinga-
skipi. Á austurhliðinni stendur skrifað: „Til Minne
om Harald Hárfagre som samlede Norges Fylker
til et Rige, reiste Nordmenn denna Sten, Tusend
Aar efter Slaget i Hafursfjord 872. — Á norðurhlið-
inni sjást vopn sögualdarinnar. — Á vesturhliðina er
letrað: „Her var Harald Hárfagre Iiauglagt.“ Umhverf-
is súluna, skamt út frá Iienni, eru 29 steinar og tákna
þeir fvlkin, sem voru i Noregi á dögum Haralds, er
hann safnaði í eina ríkisdeild. Á steinana eru letruð
lieiti fylkjanna og eru þeir telcnir sinn úr hverju fylki,
er hver þeirra um 2l/z m. á hæð. Virðist þessi minnis-
varði á marga lund vel valinn Haraldi Hárfagra. Seinna
þennan sama dag var farið með oss á mótorbát út á
eyjuna Körmt. Eyja þessi er góðkunn lir fornsögunum.
Hún er mjög þétthygð, jafnlend og er 4 milur á lengd.
par á eynni er mjög gömid kirkja, gerð úr steini. Fyrst
bygð 1250. J?ar sjást litlar fornmenjar. Einn legsteinn
er þar í kórnum, og er liann gerður yfir þ’ormóð Torfa-
son rith. d. 1719. Við aðra hlið kirkjunnar stendur
steinn einn mikill, oddmyndaður, nefndist hann Maríu-
nálin, er hann á að giska 8 m. á hæð. Hallast hann mjög
að kirkjuveggnum. Sennilega hefir þetta verið svo lengi,
þvi sögn er til um það, að þá er nálin snerti vegginn
verði heimsendir. Að líkindum varna Norðmenn þvi,
að þessi spádómur rætist. Næsta dag athuguðum vér
hæinn nánar. Altaf var einhver leiðsögumaður með oss.
Haugasund er ungur bær. Húsin standa ekki þétt,
en reglulega bygð. Víða eru blómgarðar við húsin. Loft-
Ið er hreint og tært, sem verið væri upp i sveit. íbúar
eru 18.000. Bæjarbúar lifa mest á fiskiveiðum og' versl-
un, hafa mikil viðskifti við Island.
Um kveldið kl. 8 fór fram glímusýning á íþi'óttavelli
hæjarins. Hófst hún með skrúðgöngu og hornablæstri.