Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 21

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 21
SKINFAXI 21 llrðmn vér að glíina þarna á^segldúk, sem Var breidd- ur ot'an á sandmölina, þótti oss ilt að glíma á því. Eft- ir sýninguna var oss haldið gildi. Minnist eg þaðan margra hlýrra orða, sem féllu í garð íslendinga. Úr Haugasundi fórum vér kl. 12 um nóttina með skipi áleiðis til Björgvinjar. Eins og gefur að skilja, fórum vér eftir fastri áætl- un og var hún samin að mestu eftir kapt. Edv. Os, rit- ara í „Norges Ungdomslag“. — pegar vér komum til Björgvinjar, beið þar á bryggjunni Skásheim, Hirth og koná hans til þess að greiða götu vora sem liest. Nii mátti ekkert tefja; vér urðum að fara undir eins með lestinni austur til Yoss. Að sjálfsögðu fylgdu kunn- ingjarnir oss á stöðina. Yér höfðum varla næði til þess að kveðja. Merkið var gefið og að vörmft spori þaul eimtröllið áfram másandi og blásandi. Vér reyndum að hagræða oss sem best í vögnunum, en nokkuð var þröngt. pað þurftu vist fleiri en vér að ferðast með lestinni þennan dag. Yér styttum oss stundir með því að horfa lit um vagngluggana. Alt var sem á fleygi- ferð. Hús og tré, ásar og drög komu og hurfu. Alt í einu stakk lestin sér inn í einn ásinn, sem lá á vegi hennar. pað dimdi i klefunum og kolareykinn lagði inn, því við vorum ekki nógu fljótir að loka glugg- iinum. En til allrar hamingju birti bráðlega. Yér vor- um komnir í gegnum ásinn. pannig eru mörg jarðgöng á Björgvinjarbrautinni. pegar til Voss kom, gengum við Jón þegar til lýðhá- skólans, á fund Lars Eskelands; er hann bróðir Sewn- ins Eskelands á Stord. Við þektum Eskeland frá fyrri líð, þvi að við höfðum báðir verið á skólanum bjá hon- um. Hann kom brosandi í móti okkur og bauð okkur velkomna. Eskeland er stofnandi lýðháskólans í Voss. Með hæfileikum sínum, atorku og elju hefir honum lekisl að gera þennan skóla að hinum áhrifamesta lýð- skóla Noregs.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.