Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 24
24
SKINFAXI
leyfi til að skemta sér í nm nóttina og þyrmdn svo engu,
sem í'yrir varð.
En betur farnaðist manninum, sein tróð sér milli þils
og veggjar áður en álfarnir komu. pegar þeir sáu eng-
an mann, fóru þeir að skemta sér og dansa. En þegar
alt var komið í besta gengi stökk maðurinn fram á
gólf og öskraði: „Dagur! Dagur!“ Við þetta varð álfun-
um svo bilt, að þeir stukku burt í dauðans ofboði og
skildu allar gersemarnar, sem þeir höfðu liaft meðferð-
is, eftir og voru þær svo eign mannsins. — En oft eru
þó viðskiftin góð og vinsamleg milli menskra manna
og huldufólksins, og gott er lúnum ferðamanni og vilt-
um að fá gistingu í Álfahól.
S k e s s u r og tröllkarla r búa í hellum, stund-
um nærri alfaravegi, og oftast er það mesti óþjóðalýð-
ur. Mörgurn þeirra þykir enginn matur betri en manna-
ket og reyna þau þá auðvitað að afla þess eftir föngum.
Eru þau því næsta óvinsæl, sem von er. Ekki er þó
öllum tröllum þannig varið. T. d. var Bergþór gamli
í Bláfelli mesti sæmdarkarl. Hann kaus sér legstað þar
sem heyrðist bæði klukknahljóð og árniður, en það var
í túninu i Haukadal. Skyldi bóndinn þar sækja Bergþór
dauðann i helli sinn, en hafa fyrir ómakið það, sem
yrði í katli nokkrum undir rúininu. En það skyldi hann
hafa til marks, að þegar stafur Bergþórs stæði við dyrn-
ar i Haukadal, að þá myndi liann dauður vera. Gekk
það alt eftir, sem Bergþór mælti, og fór bóndi með
nokkra inenn að sækja líkið. En þegar þeir fóru að
hyggja í ketilinn undir rúminu, sýndist þeim liann full-
ur af rjúpnalaufi. pótti þeim, sem Bergþór hefði illa
gabbað sig. Einn mannanna tók þó nokkuð af laufinu
og lét koma i vetling sinn. En þegar þeir voru komnir
nokkuð áleiðis til bygða verður manni þessum litið í
vetlinginn og sér þá í honum gull í stað rjúpnalaufs.
Snéru þeir þá við aftur og vildu hirða meira af þessu
gi’iða rjúpnalaufi, en þá kom yfir þá þoka svo mikil að