Skinfaxi - 01.03.1926, Page 33
SKINFAXI
33
Jafnvel pensill listamannsins nær ekki þeirri fegurð,
sem fagurt landslag hefir að bjóða. Skáldið getur ekki
komið svo fögrum orðum að þvi, að það jafnist á við
fagra náttúrusýn. Allir menn, hve smekkólíkir sem eru,
Iiljóta að dást að náttúrunni. Jafnvel töfrast af henni.
Menn sem hugsa sér varla þann mun semeráyrktulandi
og óyrktu. Hann er svo mikill. J?að er að segja, el’ vel og
smekklega er ræktað. Hvorki hér innanlands né á Eng-
landi hefi eg fundið eins mikla fegurð og í gróðrarstöð-
inni Skrúð, eign Sigtryggs Guðlaugssonar prests að
Núpi i Dýrafirði. Eg liefi þó skoðað nokkuð marga listi-
garða á Englandi, sem eru 20—30 sinnum stærri en
Skrúður með háum risafurum, fögrum vötnum, sem
smá bátar fljóta um aftur og fram, fjölda fugla o. fl.
En ekkert þetta jafnast þó á við hina aðdáanlegu nið-
urröðun og smekklist, sem hvervetna er hægt að sjá í
Skrúð. Reynitré standa með jöfnu millibili, fram með
báðum langveggjum. J?au veita viðnám vindunum, svo
lingjörvar jurtir fá skjól fyrir innan. Hver runni og hver
blómjurt er á þeim stað, sem smekldegast er. Enda
er líka eigandi reitsins einstakur smekkmaður.
J?ennan dag, sem eg kom í Skrúð, 2. ágúst í sumar,
ómaði hvarvetna af fuglasöng. J?eir hafa tekið sér þar
dvalarstað, vorfuglarnir, ög virðast kunna mjög vel við
sig. Gróðrarilmurinn og sætblóma-angan fyltu loftið,
svo þar var nokkurskonar ilmparadís.
Jón Arnfinsson.
Afmælishálíð.
Engin þjóð í Norðurálfu kann sögu sína frá upphafi
nema Islendingar einir, enda hafa J>eir lagt meiri rækt
við sagnfræði en nokkra aðra fræðigrein. Munu liin
fornfrægu rit valda mestu um sagnaást þjóðarinnar.