Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 34

Skinfaxi - 01.03.1926, Síða 34
34 SKINFAXI J?að er Njáln að þakka, að þjóðskáldið reit þessar frægu Ijóðlínur: „Lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur.“ Líkt fer mörgum fslendingum og Jónasi, þá er þeir koma á fræga sögustaði. ]?eir sjá í anda atburði, sem þar hafa gerst, þeim finst þeir verða gleggri og áhrifa- meiri en nokkru sinni áður, þeim finst sem þar séu lieilir lierskarar huldra anda á sveimi, sem halda vörð um staðinn. Draumsýnir koma og fara, sumar bjart- ar og fagrar, aðrar myrkar og meini blandnar. Huldu- vættir þessar sækja að hugum manna,hrjá þá og hrekja, leiða þá inn á undralönd minninganna, sýna þeim skifti hels og hugarefna, ástavona og óheillaspora, hæði í lifi einstaklinga og þjóðar. ]?á má finna glögt hin miklu sannindi, sem sögð liafa verið, að sagan getur stund- um ýtt svo fast við mönnum, að þeir hta eins og ný- vöknuðum augum á lífið. Nefna mætti marga staði liér á landi, þar sem þeir viðburðir hafa gerst, er mjög koma við sögu alþjóðar, en pingvellir við Öxará eru þó frægastir þeirra allra. ]?á er liðin var meir en hálf öld frá því Ingólfur nam hér land, urðu lielstu menn landsins á eitt sáttir um að hér skyldu gilda ein lög um land alt. Talið er að þeir fóstbræður, Grimur geitskór og Úlfljótur, hafi skift verkum með sér. lllfljótur samdi lög, en Grímur valdi þingstað, og lét þjóðin sér hvorttveggja vel líka. Alþingi var sett og allsherjarríki stofnað á íslandi 930 að því er flestir telja. Allir eru sammála um, að Grímur hafi valið þirig- staðinn svo vel, að ekki hafi vcrið hægt að gera það betur. pangað lágu helstu þjóðleiðir úr öllum lands- fjórðungum, útsýni var mikið og fagurt, og staðurinn ágætlega fallinn til fjölmennra fundarhalda, enda undi þjóðin svo vel við þennan stað, að hún hélt þar Alþing

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.