Skinfaxi - 01.03.1926, Qupperneq 38
:?8
SKINFAXI
tóku Norðmehn að leggja rækt við þjóðdansa, og hefir
vel tekist. Nú eru þeir dansaðir um endilegan Noreg.
íslendingar hafa verið ófrumlegri og litilþægari eu
Norðmenn og Færeyingar gagnvart dansi, — almenn-
ustu skemtun, sem liér er höfð um hönd. Við höfum
látið okkur nægja að apa tildurspor stórborganna, gert
okkur ánægða með að skemtun þessi liefði ekkert ann-
að en alóþjóðlegan hégóma að bjóða, sem leikur á
hverfanda hveli frá mánuði til mánaðar eða frá ári til
árs. Tilraunir hafa verið gerðar hér á landi, til þess
að iðka þjóðlega dansa, en skamt munu þeir enn á
veg komnir. Ungmennafélög ættu að lirinda þessu máli
í framkvæmd. Eflaust þarf þó nokkurri viðbúnað, til
þess að það geti orðið. Talað hefir verið um, að hingað
þurfi að fá kennara frá Noregi eða Færeyjum, en litla
trú hefi eg á, að dansinn verði þjóðlegur í höndum er-
lendra manna; betur mundi gefast, að senda einhvern
héðan að heiman og láta hann kynnast erlendum döns-
um. Sendimaður þyrfti að vera fær um að semja dans-
ana við islenskar þjóðvisur og íslensk lög. Ef svo reynd-
ist, sem ætla má, að hér yrði skortur á þjóðdansvísum
og þjóðdanslögum, mundi reynast fremur lé'tt að bæta
úr því, því að allmikið er hér af lagasmiðum, og flest
skortir okkur meir en visufæra menn. Ungmennafélagar
þyrftu að efla hér þjóðdansa næstu árin, svo að þeir
geti sýnt þá liér á þjóðhátíðinni 1930.
Ekkert er sjálfsagðara en að hér verði sýndar íþróttir
á þjóðhátiðinni. Skiftir þá rnestu máli, að til þeirra
verði vandað sem mest, hilt hefir minni þýðingu, að
margt sé sýnt. Gera má i’áð fyrir, að Iþróttasamhand
íslands taki á sína arma flest það, er íþróttir snert-
ir, og mun samb. það hafa ærið að starfa, þó að U.
M. F. í. tæki að sér islenska glímu, virðist margt mæla
með því, að svo verði. pjóðlegast væri, að glímumenn
yrðu úr sem flestum héruðum landsins. Mætti vel hugsa
sér, að liéraðssambönd ungmennafélaga og sýslufélög