Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1926, Page 45

Skinfaxi - 01.03.1926, Page 45
SKINFAXI 45 Þrastaskógur. prastaskógur cr einn af fegurstu blettum Suðurlands. Ungmennafélagar eiga Skóginn. Hann var gefinn þeim af góðum hug. Einn hinn mesti framfaramaður, sem landið hefir átt, varð til þess. Hann liafði trú á ræktar- lund og framfaraþrá ungmennafélaga. pví er skógur- inn óskabarn þeirra. Hann á að vera þeirra helgilundur. pau eiga að prýða hann, hlúa að honum og láta hann vaxa, svo hann verði sönnun þess, að ungmennafélög- um sé trúandi til að vinna merkileg umhótaverk. Ekki hafa félögin altaf rækt skyldur sínar við skóginn eins og þurft hefði að vera, veldur þar féleysi mestu um. En síðastliðin ár hefir þó mikið á unnist frá því, sem var um skeið. Aðalsteinn Sigmundsson skólastjóri á Eyrarbakka læfir dvalið í skóginum undanfarin sumur. Hann hefir varið skóginn, grisjað hann og unnið honum gagn með ýmsum hætti, enda er það sögn kunnugra manna, að ekki verði hjá því komist, að vörður dvelji í skóginum að sumrinu, því annars verður hann mjög fyrir átroðn- ingi, bæði af mönnum og fénaði. Ungmennafélagar hafa fundið, að hér var unnið gott verk og nauðsynlegt, þvi heita má að þeir hafi verið ör- látir i fjárframlögum til skógarins tvö síðastliðin ár. Skamt er síðan Ungmennasamband Borgfirðinga sendi 200 kr. gjöf til skógarins. Á það þakkir skilið fyrir rausn sina. Ef tvö eða þrjú héraðssambönd sýndu skóginum jafn mikið örlæti á næstu árum eins og Borgfirðingar, mundi verða kostur á að hlynna vel að honum og láta hann taka miklum framförum. Hingað til hafa Sunnlendingar einir stutt skóginn með fjárframlögum, en illa er þá höfðingslund Norð- lendinga aftur farið, el’ þeir sitja lengi hjá.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.