Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1926, Page 48

Skinfaxi - 01.03.1926, Page 48
18 SKINFAXI forna. par ætti að verða samkomustaður ungmennafé- laga ár hvert. Margt mðelir með að svo verði, svo sem það, að þingstaðurinn liggur i miðju héraði, þar er út- sýni hið fegursta og leikvellir ágætir. En þó ætti sögu- helgi staðarins að laða héraðsbúa mest til þess að leggja rækt við hann. Nú er Sauðárkrókur orðinn aðal samkomustaður sýslunnar á vetrum. Er það eðlilegt, og hlýtur svo að verða. U. M. F. Tindastóil hefir reist þar ágætt sam- komuhús, í félagi við nokkra menn, sem búsettir eru í kauptúninu. Líklegt er að hús þetta komi ungmenna- félögum sýslunnar að góðu liði, og víst er um að mjög hætir það úr húsnæðisvandræðum, sem lengi liafa verið á Sauðárkróki fyrir fjölmennar samkomur. En engu að síður væri það hið þarfasta verk, ef ungmennafélagar beittust fyrir að fá leyfi til þess að reistur yrði fundar- skáli við Hegranesþingstað. G. B. Námskeið. Víða um land hafa ungmennafélagar haldið námskeið síðastl. ár í ýmsum greinum. Hafa þau verið l)æði fleiri og lengri en átt hefir sér áður stað meðal ungmenna- félaga. pau helstu þeirra eru garðræktar og matreiðslu- námskeið, sem haldin hafa verið i Árnes- og Rangár- vallasýslum. Sigurður Greipsson hefir lika kent á íþróttanámskeið- um hæði sunnan og vestanlands. Stundar hann kenslu þessa nær því í allan vetur. Mun kensla Sigurðar auka mjög íþróttastarfsemi ungmennafélaga, því að það er fyrir löngu kunnugt, að hann er með færustu og áhuga- sömustu iþróttamönnum landsins. G. B. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.