Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1927, Page 11

Skinfaxi - 01.11.1927, Page 11
SKINFAXI 139 úr mjúku, sútuðu skinni eða spjaldot'in eða „ofin á fæti“, eins og sokkaböndin gömlu. pá ber að gæta þess að liafa j?au ekki of skræpótt eða ólík sokkunum að lit. Ofiií leggjabönd eru betri en úr skinni, því skinnbönd- in vilja renna til og færast úr skorðum, og svo togna þau og aflagast á ýmsan liátt. Leggjaböndin setja'svo mikinn svip á búninginn, að ótækt er að sleppa þeim, þó annars mætti kanske komast af án þeirra. Undirkyrtillinn. Ef búningur þessi er notað- ur, svo nokkru nemi, J?arf maður að hafa undirkyrtil, til þess að geta farið úr hinum inni við vinnu, ef mað- ur vill hlífa honum eða er of heitt. Hann er ermalaus og kragalaus og hneptur upp í liáls, og 10—15 cm. styttri en (yfir)kyrtillinn, og með tveimur vösum, eða fleiri, fyrir neðan beltisstað. Fýrir mörgum öldum munu menn hafa tekið upp á þeim sið að hafa slíkar flíkur undir kyrtlinum. pað keniur í stað vestis, en að vera í vesti innanundir er ekki eins gott, því að það er ekki nægilega slétt á brjóstinu og sjást missmiði utan á, ef kyrtillinn fellur vel að. Hversdagsbúningur. Hugmyndin með því að taka upp þjóðhúning er ekki aðallega sú, að breyta til um búning og fá sér fallegri föt og vera þjóðlegur o. s. frv.; og enn síður það, að setja sig að neinu lejdi á það menningarstig, sem for- feður vorir stóðu á á söguöldinni. En vér getum tekið þá oss til fyrirmyndar, miðað við þeirra tima. Aðalat- riðið í þessari hugmynd er það að fá hentugri og ódýr- ari klæðnað en við notum nú (auðvitað spillir það engu þótt hann sé líka fallegri), og ekki síst það, að því verði komið við að nota meira íslenska dúka til klæða, því að það væri beinlínis þjóðþrifamál, ef vér gælum í þvi efni verið meira sjálfum oss nógir fram- vegis en hingað til. Islensku dúkarnir eru, að minsta kosti, í föt með þessu sniði, eitt hið álitlegasta og hald-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.