Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1927, Side 32

Skinfaxi - 01.11.1927, Side 32
160 SKINFAXI tínia né fc til þess að ferðast til annara landa, en þó þjTsti það jafnmikið í fegnrðina og ríka fólkið. — Heima sá ekkert nema leiðinleg fjöll, leiðinleg vötn og leiðinlega skóga. En einu sinni gerðist merkur viðburður í sögu þorps- ins. pangað kom málari er kvaðst hafa undrafagurt málverk að sýna. Hann tók sal á leigu á efstu liæð í stærsta gistihúsi þorpsins. — porpshúar stóðu á öndinni af eftirvænt- ingu. í þrjá daga fekk enginn að koma inn til málarans, en brak og Jjarsmíðar heyrðust frá honum nætur og daga. — Að lokum fekk fólkið að koma inn til hans, en að eins á kvöldin. Hann sagði, að stóra málverkið sitt nyti sin ekki nema í ljósaskiftunum. Allir sem vetlingi gátu valdið komu til þess að sjá listaverkið. Og allir urðu undrandi. Yndislega fögur fjöll, skrúðgrænar brekkur, grasigrónar Idíðar, vötn og slcógar hlöstu við augum manna. Fátæklingarnir urðu liissa. J?eir höfðu afdrei gert sér í hugarlund, að slík fegurð væri til i heiminum. Ríka fólkið varð einnig hissa og varð að játa, að slíka fegurð hefði það hvergi scð í framandi löndum. Kvöld eftir kvöld var liúsfyllir lijá málaranum. Að lokum var það, að aðkomumaður nokkur sagði: petta er umhverfi þorpsins ykkar, fjöllin ykkar, skóg- arnir ykkar og hliðarnar yldcar. — pegar fólkið gætti I>etur að sá það að þetta var salt. — Og það sá ennfrem- ur, að helmingur þaksins hafði verið rifinn af gistihús- inu, og það hafði ávalt horft á umhverfi þorpsins síns, en ekki neitt málverk. — porpsbúunum liafði aldrei dottið í hug, að fegurðarinnar væri að leita í þeirra eigin heimkynnum. Guðm. Benediktsson. FÉLAQSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.