Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1927, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1927, Page 6
166 SKINFAXI að segja til sín. — Og þeir eru eitthvað annað en þjóðar- heildin. Berið saman stefnu og' kröfur þeirra manna í frels- isharáttunni til 1874 og fullveldisakkorðið olckar frá 1918 — að meðtalinni fullveldisframkvœmdinni hér þau árin síðan, með tilliti til frelsis og lieilla þjóðheild- arinnar á aðra hlið og aðstöðu og kjara akkorðsmann- arma sjálfra — eða samningamannanna og fylgifiska þeirra á luna. pcirra stefna var ekki sú — ef eg skil rétt — að kaupa viss rænd réttindi þjóðarinnar, fyrir eftirgjöf annara réttinda hennar, lieldur að ávinna viðurkenning þeirra allra þjóðinni til lianda, með viti, sanngirni og réttum rökum, á n a f s a 1 s á n o k k ru í móti. pað var og lika liið eina sjálí'sagða, ef þær kröfur vorar voru svo réttmætar sem vér höfum ávalt lialdið fram, er eg efa ekki. Jón Sigurðsson forseti og fyrirliði þeirra frelsisvina átti sjálfur kost á embætti og völdum hér heima, án þess að afsala fyrir það nokkrum landsréttindum eða nokkru öðru en framhaldi frelsisbaráttu hans sjálfs, fyrir iiönd þjóðarinnar, en hann mat hana meira virði en embætti, laun og völd sér til handa. — Hverjir — meðal þeirra er telja sig lærisveina hans — neita sér n ú u m n o k k u ð, er þeim þykir gott — livað þá um há laun og völd — fyrir nokkuð það, sem fullvíst er um, að muni verða þjóðinni til heilla. Hann átti líka kost á innlimun Islands i hið danska riki, m e ð viðurkendum sérstökum 1 a n d s- réttindum og án afsals landhelginnar eða fæðingarréttarins. Hvort mundu Danir þá ekki hafa fengist til að sleppa innlimunarkröfum sínum, eins og þær Iágu þá fyrir, gegn þesskonar afsali landhelginnar og þegnréttarins, er nú gildir hér, ef Jón Sigurðsson og fylgdarlið lians hefði viljað kaupa því Um það efast víst fáir. — pví

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.