Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 2
2 SKINFAXl til þess þurftu og að foringjar Japana urðu ol't að banna með liarðri liendi að fleiri gæfu sig í opinn dauðann fyrir föðurlandið, en nauðsynlegt þótti. Ár- ið 1905 kemur svo viðskilnaður Noregs og Sviþjóð- ar, þar sem í upphafi var ekki annað sýnilegt, en að valda myndi friðslitum milli þeirra þjóða. Og þann dag, sem samþykkt var i norska þinginu að segja skilið við Svía, hafði fjöldi efnaðra Norðmanna tilbúin gjafabréf, þar sem þeir afhentu skilyrðislaust allar eignir sínar til norsku stjórnarinnar, el’ til ófrið- ar kæmi. Það gat auðvitað ekki hjá þvi farið að þessi stór- kostlega föðurlandsást og fórnfýsi, sem lýsli sér lijá þessum tveimur þjóðum, hefði áhrif á okkur æsku- mennina, sem vildum fylgjast með i því sem var að gerast í umheiminum, og sú spurning vaknaði, livort ekki myndi hægt að vekja aðra eins ættjarðar- ást og fórnfýsi lijá oss íslendingum. Ættum við tal um þessa viðburði við eldra fólkið, þá virtisl þvi með litlum undantekningum, sem þetta væru æfintýri, sem gerzt liefðu langt úti i heimi og aldrei gætu snert ísland að einu eða neinu levti. Að vísu höfðu skáld vor þá ort mörg ágæt hvatningar- og föðurlandsljóð, en það var líkt með þau: þjóðin var ekki búin að tileinka sér þau, eða fá þor til að trúa á þau. Sú hrifni, er við urðum fyrir á þessum árum, átti því miklu meiri hljómgrunn í jafnöldrum okkar og æskunni yfirleitt, en í eldra fólkinu. Og þess vegna er það, að Ungmennafélögin eru stofnuð. Tilgang þeirra og ákveðið ætlunarverk má sjá nokkurn veginn skýrt í skuldbindingu félaganna, sem enn má heila alveg samhljóða því sem lagt var fyrir fyrsta stofnfund Ungmennafélagsins á Akureyri 6. jan. 1906, þóll um sum atriði hennar hafi allmjög verið deilt frá upphafi. Um það verður ekki deilt, að Ungmennafélögin

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.