Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 26
26
SKINFAXI
faxa þykja svo fallegar; eg er ákaflega vantrúaður
á, að unga fólkið setjist við að læra þær og rauli
þær i rökkrinu, sér til sálubótar. Býst frekar við, að
það bregði heldur fyrir sig fallegu nýtízku danslagi,
eða einbverju þessháttar.
Æskan getur aldrei aðhyllst „liið dauðvona og
dauða“. Hún á „enga fortíð, aðeins framtíð“, og fyrir
framtíðina starfar hún og lifir. Við framtíðina eru
bundnar vonir hennar og þrár. — Framtíðin er
henni allt. — Þess vegna er mér það nokkur ráðgáta,
hve ungmennafélagshreyfingin er mótuð af fortiðinni.
Öllum íslendingum er það nú ljóst, að þjóðin er
stödd á miklum timamótum. Sá tími er þegar kom-
inn, að liún getur ekki lengur lifað því einræna nátt-
úrubarnalífi, er einkennt hefir hana lengst af. For-
tíðin liggur að baki, eins og ljótur draumur, — sem
bún óskar ekki eftir að endurlifa. Menningarverð-
mæti fortíðarinnar eru henni gildislaus. Þess vegna
er það spursmál dagsins í dag, að finna ný, skapa
ný menningarverðmæti. -— En liitt er satt, — að af
því að bið „gamla og góða“ liefir hrunið svo skyndi-
lega í rúst, þá er ekki nema eðlilegt, að viða megi
sjá missmíði og vankanta á hinni nýju menningu.
En þar fyrir er ekki ástæða til að hika við, né hverfa
aftur „til kjötkatlanna í Egyftalandi" — hinnar gömlu
menningar, — lieldur ber að halda áfram örugglega
og óhikað. —
— Það má ef til vill likja islenzku þjóðinni nú,
við ungling, sem glatað hefir barnatrú sinni, en bvorki
getur né vill aðbyllast liana á ný, heldur skapar sér
nýtt lífsviðhorf, í samræmi við lífsreynzlu sína og
andlegan þroska.
Að bin nýja menning — menning framtiðarinnar
-—■ megi verða sem heillaríkust, — að því ber okkur
að keppa, — það er sönn þjóðrækni.
Skúli Guðjónsson.