Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI ingaríkan dag komum við þangað kl. að ganga 11 um kveldið. Á brautarstöðinni tók á móti okkur ritarinn í Noregs Ungdomslag, Aslak Torjusson, sá maðurinn, sem svo dásamlega hafði undirbúið og ráðstafað för okkar, hverjum degi og mínútu. — 1 Osló bjuggum við í húsi, sem héraðssamband Oslóar á og nefnist Landsbeimen for Ungdomen. Þá tvo daga, sem við dvöldum í Osló, fórum við upp á Holmenkollen, ]>ar sem hin víðfrægu skiðamót fara fram árlega, og út á Ekeberg, þar sem sjómannaskólinn er, en þaðan er fegurst útsýni yfir borgina og fjörðinn. Einnig skoðuðum við byggða- safnið á Bygdö, sem er mjög merkilegt safn, með mörg- um fornum byggingum og fágætum niunum. Sömu- leiðis Osebergskipið, stórt víkingaskip, sem fannst i grafhaug að Oseberg fyrir nokkrum árum, með ýms- um merkilegum munum, en munirnir eru á sérstöku safni, sem við einnig sáum, auk ýmsra annarra safna. Að kvöldi fyrra dagsins, sem við vorum i Osló, var samkoma fyrir okkur, þar sem mættir voru, auk ýmsra fremstu manna félagsins, nokkrir íslendingar úr Is- lendingafélaginu þar, og flokkur sá úr ungmennafélag- inu, sem sýnir þjóðdansa í Bygdö á hverjum sunnu- degi. Fengum við þar í fyrsla sinn að sjá norska þjóð- dansa og var kvöld þetta liið ánægjulegasta. — Með okkur var jafnan í Osló Thorstein Christensen, sem hingað kom 1924. Gerði hann, ásamt Torjusson og stjói’n félagsins, allt til að gei’a dvöl okkar þar sem ánægjulegasta og gagnlegasta og tókst hvorttveggja vel. — í Osló fengum við fyrstu regnskúrina í Noregi og höfðum þá dvalið þar í landi i rúman hálfan mánuð. Frá Osló fórum við að morgni 5. ágúst til Notodden. Þar tók á móti okkur Olav Kasin, ágætur og skemmti- legur maður. Iiann flutti okkur i bíl inn í Ileldal til að sjá þar garnla og sérkennilega stafkirkju frá 12. öld, en um kvöldið vorurn við boðnir lil Islendings, Bagúels

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.