Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 43
SKINFAXI 43 Félagsmál. Minnjagripur. í ráði er, að Guðniundur Einarsson frá Miðdal búi til minnja- grip um aldarfjórðungsstarf íslenzkra ungmennafélaga. Verður það mynd, gerð úr íslcnzkum leir, brenndum í leirbrennslu þeirri, cr Guðmundur hefir komið á fót. Gera má ráð fyrir, að marga ungmennafélaga fýsi að eiga grip þenna, listaverk úr alinnlendu efni, eftir kunnan listamann og góðan ungmenna- félaga. Mun félagsmönnum því gefinn kostur á að eignast myndina fyrir viðráðanlegl verð, og verða áskrifendalistar sendir út í vor. Jafnframt mun Skinfaxi flytja mynd af lista- verkinu. Vikivakar. Velvakandi heldur uppi föstum námsskeiðum í vikivökum í vetur, fyrir fullorðna og börn. Aðsókn er góð. Nýlega var vikivaknámsskeið hjá Hvöt i Grímsnesi. Helgi Valtýsson kenndi þar. Segir hann árangur „mjög svo góðan“. Þátttak- endur voru 20. Á íþróttanámsskeiði Trausta undir Eyjafjöll- um kenndi Leifur Auðunnsson vikivaka með góðum árangri. Víðar eru vikivakar kenndir, en eigi hefir Skinfaxi nánar fregnir af þvi. Skattar og skýrslur. Minnt skal á það, að ungmennafélögum b e r að senda skatta og skýrslur til sambandsstjórnar s e m f y r s t eftir áramót. Mörg félög eiga ósenda skýrslu fyrir 1929 og fjöl- mörg ógreiddan skatt. Af þessu leiddi, að sambandsstjórn átti mjög iirðugt með að standa i skilum um áramótin, og að ógerlegt er að gera heildaryfirlit um starfsemi félaganna síðustu ár, auk óþæginda og skapraunar, sem óskilsemi fé- laga veldur sambandsstjórn. Bréfaskifti. Kristján S. Tryggvason, Varðgjá við Eyjafjörð, óskar eftir bréfaskiflum við unga stúlku, ungmennafélaga, á Suður- eða Vesturlandi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.