Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 41
SKINFAXI 41 Bjarnasonar frá Isafirði, seni dvalið hefir sem bygg- ingameistari i Notodden um 40 ár. Var okkur þar vel fagnað og sátum þar lengi. 25 ár eru síðan Ragúel kom síðast til Islands. — Morguninn eftir sýndi Kasin okkur verksmiðjur, sem Norsk Hydro á þar, en siðar sáum við aðalverksmiðjur félagsins í Rjúkan, sem eru miklu stórkostlegri en þær í Notodden og fannst okkur þó mikið til um þær. Eg læt því bíða að lýsa verksmiðjun- um, þar til við komum til Rjúkan, en þangað fórum við eflir bádegi 6. ágúst. I Notodden bjuggum við á Bondheimen og lét Kasin ckkert ógert til að fræða okk- ur og skemmta, meðan við dvöldum í bænum. I Rjúkan tók á móti okkur Holje Dale, sem bingað kom á „Miru“ 1928. I Rjúkan er stærsta iðjuver Noi’ð- manna. Þar liefir Norsk Hydro aðalverksmiðjur sínar, en það er félag með 100 miljón króna böfuðstól og vinnur áburð úr loftinu og ýms önnur efnafræðileg efni. Hefir félagið beizlað Rjúkanfossinn svo gersam- lega að i meðal þurkasumrum er ekki nokkur vatns- dropi í fossinum, sem annars var einn af stærstu foss- um Noregs. Við vorum svo heppin, að áður en við komum, höfðu gengið stórfelldar rigningar, svo að vöxtur var óvenju mikill i öllum ám, sem sjá má á því, að á láglendinu steig vatnið um meira en meter í ám og vötnum. Áin flaut því yfir allar stíflur og sáum við því fossinn í allri sinni dýrð og var það lang mesti og tignarlegasti foss, sem við sáum í Noregi, hár og vatns- mikill. Bærinn og verksmiðjur Norsk Hydro standa í djúpum, þröngum dal milli fjalla og sér þar ekki sól í meira en 5 mánuði. En lil þess að starfsfólk verksmiðj- anna geti á þcssum tíma nolið sólskinsins, hefir félag- ið bygt loftbraut, einskonar kláfferju, neðan frá bæn- um og upp á fjallstindinn. Er þaðan fagurt útsýni yfir dalinn og upp til fjalla. — I bænum eru um 7000 ibú- ar og lifa allir af verksmiðjurekstrinum, beint eða óbeint. Fyrir sérstaka náð fengum við að skoða verk-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.