Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 39
SKINFAXI 39 skóla Bruuns voru nokkrir Islendingar, þar á meðal Guðm. Hjaltason. Þegar Bruun dó, lagðist skólinn nið- ur, en ungmennafélagið „Vonheimsminde“ keypti liús- ið og notar fyrir samkomustað. I sumar voru reistir bautasteinar framan við húsið í minningu um Bruun og Per Bö. — Frá Vonheim gengum við yfir til Aulestad, bústaðar Björnstjeme Björnson. Þar býr nú gamla frú Karolina Björnson, komin á tiræðis aldur en þó ern mjög, með syni sínum, Einari Björnson, einkennilega svipmiklum manni, en sjálfsagt nokkuð sérvitrum og einþykkum og ekki að allra skapi. Þegar Einar vissi, að við vorum íslendingar, tók hann okkur mjög vin- samlega. Bauð hann okkur að koma inn i skrifstofu gamla Björnsons, sem enn stendur með ummerkjum, eins og liann skildi við hana fyrir dauða sinn, en inn í þessa skrifstofu hefir enginn aðkomumaður fengið að koma í 5 ár, að þvi er ráðsmaður staðarins sagði okkur, og undraðist hann mjög þessa gestrisni við okkur. Er við komum inn i skrifstofuna, fannst okkur við vera komin í lielgidóm. Undir einum glugganum stendur skrifborðið, þar sem til urðu ýms af hinum ódauðlegu verkum þessa skáldjöfurs, og auk fjölda bóka, sem á því standa, liggur þar afsteypa af hægri hendi Björn- sons. Á borði til hliðar liggur heiðursbréfið, sem fylgdi Nobelsverðlaununum, í vönduðu veski, einnig skrautrit- að ávarp frá íslendingum, gullsveigur, er frú Björnson fékk á gullbrúðkaupsdegi þeirra o. fl. I einu horninu er afsteypa af grafreit Björnsons og er hún það eina, scm setl hefir verið inn í skrifstofuna síðan Björnson dó, auk afsteypunnar af hcndi Iians. — Frá Aulestad fórum við yfir að Bö. Eins og víða tíðkast í Noregi að sumarlagi, stóðu opnar dyr alla lcið inn í stofu, þannig bjóða norsk sveitaheimili inn öllum gestum, sem að garði ber. Að Bö sátum við í góðu yfirlæti til kl. 4, að bill kom og flutti okkur til Lillehammer, því að þaðan skyldi halda kl. 5 til Oslóar, og eftir sérstaklega minn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.