Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 23
SKINFAXI 23 samanburðurinn hinu gamla i óhag' — og sú verður oftast raunin á, — þá á það skilyrðislaust að víkja. Svo að þú haldir ekki, að eg sé að tala út í blá- inn um eittlivað, sem alstaðar geti átt við — eða þá hvergi — skal ég taka eitt dæmi, sem ég get sett fram fyrir eigin reynzlu og athugun. Eg hefi alltaf, frá þvi eg fyrst man eftir mér, heyrt mikið rætt og séð mikið ritað um ágæti hinnar ís- lenzku sveitamenningar. Eg hefi séð það staðliæft, að liún væri hin eina og sanna menning hinnar is- lenzku þjóðar. Eg hefi lieyrt gumað af því, að hún bæri i raun og veru uppi allt menningarlíf á landi liér. Einkum var þó allt það, sem stóð sem föstust- um fótum i fortíðinni, dáð og vegsamað. En hvað er að verða af sveitamenningunni, þess- ari ósviknu og kjarngóðu!, t. d. eins og Guðm. á Sandi lýsir henni? Hún er blátt áfram, — sem heild á lit- ið, — að líða undir lok. •— Heimilisiðnaðurinn er að liverfa. (Það veit hamingjan, að eg harma það eltki). Moldarkofarnir víkja fyrir steinhúsum, drátl- arvélar tæta sundur túnin, og þannig mætti lengi telja. Það er i stuttu máli hafin bylting í íslenzku sveitalífi. En sé byltingin mikil iiið ytra, þá er liún áreiðan- lega miklu meiri hið innra — í hugum fólksins. Hver sál, sem elzt upp í sveit á fslandi nú, veit, að það er ekki nema um tvær leiðir að velja, annað- livort að flýja -— á mölina eða eitthvað út í óviss- una, — eða „skapa nýjan himin og nýja jörð“ — skapa ný og betri lífsskilyrði, meiri lífsþægindi, — í stuttu máli skapa nýja sveitamenningu. En allir eru sammála um það eitt, að komast sem fyrst burt frá binni andstyggilegu fortíð. Fram að þessu hafa margir kosið flóttanna. Fólkið hefir flykkst úr sveitunum, og því er það sannar- lega ekki láandi. Þær hafa svo sáralitið haft að l)jóða

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.