Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 29
SKINFAXI 29 svo fáir og' smáir, sem vér erum. Má þó með engu móti gera þar lægri kröfur en efni standa framast til. En að sérkennilegri þjóðmenningu þurfum vér engum að baki að standa. A því sviði er að vænta tillags vors i menningu heimsins. í dag skeyti eg ekki einasla um þau verðmæti, and- leg og efnisleg, sem eg ætla og þarf að eignast í fram- tíðinni. Eg liirði líka um þau verðmæti, sem eg á frá liðnum dögum og gildi hafa eða liaft geta fram- vegis. Eg i’levgi því, sem ónýtl verður, og fæ riýtt i stað þess, sem úr sér gengur, ef þörf krefur, efni levfa og betra fæst. En margt er í sífelldu gildi, sem nytjalilutir cða m'innjagripir, og siimt vex að gildi með árunum, sem yfir færast. Til er jafnvel sitt af liverju, sem eg mundi ekki geta fengið aftur og allt- af sakna, ef eg varpaði því á glæ i gáleysi eða ákafa við að „hreinsa til“. iÞijóðinni er Um þctta farið alveg eins og mér. — Kynslóðinni í ár her skylda til þrenns: að vernda forn verðmæti og sígild; að endurnýja það, sem „rot- ið er og fúið“ og úr sér gengið, og að afla alnýrra verðmæta. Þjóðmenningunni má líkja við tré, sem grómagn liefir og vaxtarmátt um óraframtíð. Blöð ])ess sölna að hausti og nýtt laufskrúð sprettur með hverju ári, sem yfir rennur. En tréð er eigi tiöggvið né á eld varpað, þótt blöðin sölni. Slíkt væri megintjón. Nýtt tré vex ekki á augabragði. Það er verk U. M. F„ að hlúa að hinum aldna, sí- frjóa þjóðmenningarmeiði, sem rætur á í fortið, vaxt- arhrodd í framtíð og laufskrúð nútíðarinnar hrevti- legt. Veita honum næringu til aukins vaxtar. Ungmennafélögin eru samtök æskunnar i landi voru, kjarna æskunnar, um það, að reynast nýtir og góðir íslendingar. í félögunum er kynslóð vaxtar og þroska, vorgróinda og leysingar. Sú kvnslóð, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.