Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 27
SKINFAXl 27 II. Úr svarbréfi sambandsstjóra. Eg er borinn íil arfs frá feðrum mínum og mæðr- um, liðnum kynslóðum — fæddur með ýmsum ein- kennum og eiginleikum, sem myndazt liafa og mót- azt í ætt mihni gegn um aldirnar. Einkennin greina mig frá öðrum einstaklingum, og eiginleikarnir marka lífsstefnu mína, livort tveggja að viðbættu því, sem eg hefi bætt við mig sjálfur. Eg liefi lifað þriðjung aldar. Öll þessi 33 ár hefi ég verið að safna mér verðmætum, sem gildi liafa fyrir mig persónulega, en mörg eru vætkisverð öðrum. Eg hefi t. d. aflað mér lífsreynslu, þekkingar, leikni — og endurminn- inga, sem margar eru mér helgir dómar. Eg hefi fengið ýmsar eignir, sem miðaðar eru við smekk minn og áhugamál, störf mín, efni og ástæður. Sum- ar eignir mínar eru dýrmætari mér en öðrum. Mál- verkið af átthögum mínum meta aðrir eftir listgildi þess — eg met það eftir því og öðru til. Sumar eign- ir mínar — jafnvel þær, sem sérgildi hafa fyrir sjálf- an mig — eru breytilegu mati háðar, eftir tíma og ástæðum. Eg óx upp úr fermingarfötunum mínum og tvítugsfötin eru slitin og týnd. Fötin mín í dag eru öðruvísi en þau í hittiðfyrra og enn öðruvísi voru þau fvrir tíu árum. Snið og gæði hefir í livert sinn farið eftir andartakskröfum mínum og stundar efna- hag. Eg er ekki að tína þetta fram í því skyni, að segja þér fréttir af sjálfum mér, heldur gríp eg mig sem nærtækt dæmi að tákna þjóð vora sem lieild. Hún fæddist af annari þjóð og erfði frá henni einkenni og eiginleika, sem skapað hafa hana ásamt því, sem liún hefir mótazt á liðinni æfi. Þjóð vor hefir lifað í þúsund ár og safnað sér verðmætum allar þær tíu aldir, bæði sýnilegum og hugrænum. Hún hefir aflað

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.