Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI slilllu liugir fólksins sjálfs í minningum og meðvitund um það menningarlíf, sem hér hefir verið lifað og hér á að lifa, fullvissar mig um, að framtíðar-æska íslenzku þjóðarinnar verður fundvis á J)au sönni gildi sem oilu þvi, liversu yndislegt það var, að vera ungur íslendingur á öndverðri 20. öld. Guðbrandur Magnússon. Rastir. 25 ára minning. Rastir myndast á vega- mótum langra stranda, út frá yztu andnesjum, við sam- streými margra smærri strauma langar leiðir um voga og vikur og innsævi. Stefna þeir allir að hinu sama marki, hinni reginefldu meginröst, er sker sig gegn- um lognsævi og ládeyðu, vekur líf og lireyfingu og dregur að sér um víða vegu. Röstin er kvist af hinni voldugu slagæð úthafsins á heimleið til hjarta þess, er liana sendi í eilífa útrás og óstöðvandi. Rastir þjóðlífsins myndast á tímamótum, þá er ó- teljandi straumar liafa um langt skcið beinzt að einu og sama marki og renna að lokum saman í volduga röst í „fyllingu tímans“.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.