Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.01.1931, Blaðsíða 17
SKINFAXl 17 Ein þvílík röst var það, er olli stofnun ungmenna- félaga Islands fyrir aldarfjórðungi síðan. Sú röst var um langt skeið ein af meginröstum þjóðlífs vors, er dró að sér með ómótstæðilegu al'li lnigi fjölda ung- menna um land allt. Verður sú lireyfing engum ein- stökum — eða fáum — þökkuð né um kennt. Frum- herjarnir vorn sömu lögum liáðir og hinir allir. Þeir bárust að eins fremst í rastarbroddi. Álirif vakningar þessarar voru djúptæk og mikil. Þau mótuðu hóp ungra manna æfilangt! Eg minnist ósjálfrátt einstakra pilta, sem gerbreyttust á skömm- um tíma. Urðu meiri menn og betri. Hversu þeir lögðu fram alla krafta sína til þess starfs, er þeir hugðu vera í þágu lands og þjóðar. Áhuginn var ódrepandi. Fórn- fýsin brennandi. Bjartsýnin fráneyg. Og trúin tröll- aukin! — „íslandi allt“ var eigi vanbugsað vígorð um þær mundir. Það var sjálft hjartaslag' lirevfingar þessarar og þjóðvakningar, er gekk eins og rauð meginalda gegnum liug og hjarta íslenzks æskulýðs á skömm- um tíma. Þessi tvö orð urðu lykillinn að lijarta ísl. æsku um þær mundir. Og „Sesam“ opnaðist upp á víðan vegg! ■— Hefir nú hurðin skollið i lás á ný? — Ef .svo er: Hver er nú lvkillinn? Spor mást. Minningar blikna. En flestir munum vér þó, elztu ungmennafélagarnir, minnast vakningar þess- arar með gleði og þakklæti æfilangt! Helgi Valtýsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.