Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Síða 22

Skinfaxi - 01.03.1931, Síða 22
66 SKINFAXI ferðir við peningagerðina fegnum við að sjá. — f Kóngsbergi er einnig vopnaverksmiðja ríkisins, en ekki vannst tími til að skoða hana, því að kl. 11 kvöddum við okkar ágætu leiðsögumenn og héldum af stað á járnbraut upp Numedal, til Rödberg. Sú leið er einkar fögur, einkum ofantil i dalnum. Á Rálag-stöðinni kom til móts við okkur Birketveit skólastjóri og fylgdist með okkur til Rödberg. Þar er stórt orkuver, 120 þús. liestöfl, sem má auka upp í 250 þús. hestöfl. Er sú orka notuð mest til ljósa og iðnaðar víðsvegar um austurlandið. Eflir stundar- dvöl þar liéldum við áfram í bil upp til Gjeilo, sem er þorp efst í Hallingdalnum, upp við Bergens-braut- ina, 830 metra yfir sjávarmál. Leiðin þangað er til- tölulega hrjóstrug og gróðurlítil, enda liggur hún yfir hálendi, sumstaðar meir en 1000 metra yfir liafflöt. — í Gjeilo fengum við um kveldið að sjá Halling- dans og Hallinghoppið, sem er lireinasta íþrótta- afrek. Næsta morgun, 9. ágúst, gengum við upp til selja og skoðuðum tvö sel og fengum þar ósvikinn sveita- mat. Þótti okkur það eitt að, live selin voru byggð í tízkustíl en ekki eins og gömlu selin, sem við víða sáum af vegi okkar. — Kl. 3 lögðum við enn af stað eftir Björgvinjarbrautinni, til næstu stöðvar. Hauga- stöl, en ])að er % stundar akstur. Þar var sezt í bíl og ekið yfir Hardangervidden, sem er gróðurlítið há- lendi, líkt og Iloltavörðuheiði, liæst 1240 m. yfir sjáv- armál. A þessu heiðalendi eru mög fiskivötn, og eru veiðimannakofar livarvetna meðfram veginum og kringum vötnin. í fjarska getur hvarvetna að líta snæviþakin fjöll, og er Ilallingskarvet hæst og glæsi- legast. Við Fosslihótel var stanzað stundarkorn, til að skoða Vöringfoss sem fellur fram af 165 m. liá- um hamri niður í Mobudal. Elcki er þó Vöringfoss jafn tignarlegur og Rjúlcanfossinn, enda sér maður

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.