Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1931, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.03.1931, Qupperneq 28
72 SKINFAXI kennilega mann alþýðu manna hér á landi, einmitt um það leyti, sem um hann er mest rætt í heiminum, í sambandi við atburði þá, er gerzt hafa i Indlandi hin siðustu misseri. Um ytra útlit Lýðmenntunar er þess að geta, að það er sæmilegt. Og verð bókanna má teljast mjög sanngjarnt, mið- að við bókaverð nú. Yfirleitt gefur það, sem út er komið safns þessa, hinar beztu vonir um framhaldið. Og ef litið er til þess, hvernig slíkum söfnum sem þessum hefir tekið ver- ið erlendis, má búast við, að Lýðmenntun verði vinsæL Væri því vel farið, og fengi þá útgefandinn hæfileg laun viðleitni sinnar i þá átt, að auka menningu þeirra landa sinna, alþýðumanna, er útundan hafa orðið í lífsbaráttunni og varhluta fara skólafræðslu, fyrir sakir rangláts þjóðskipu- lags. E. J. E. Skúlablaðið. Útgevari: Föroya kennarafelag. Blaðstýrari: Jákup av Skarði. — Færeyskir kennarar eru hér að liefja blaðútgáfu að nýju og kom sýnishefti i desember, vel úr garði gert. Ritstjórinn, elzti sonur Simunar av Skarði, skrif- ar inngang. Þá eru greinar eftir Mikkjal skáld á Ryggi, Jóhan Kallsoy lögþingisinann og Poul Olsen kennara, en þeir eru allir þjóðkunnir menn. Skúlablaðið kemur út í 4 heftum á ári og kostar 2 danskar krónur, auk burðargjalds. Margir færeyskir kennarar kaupa Skinfaxa, og mega þeir ekki verða færri, íslenzkir ungmennafélagar, sem kaupa Skúlablaðið. Það fæst á afgreiðslu Skinfaxa. Örlög heitir dálítið smásögusafn, sem nýkomið er út eftir ungan mann, Indriða I n d r i ð a s o n, skálds á Fjalli. Þetta er frumsmíð og ber noklcur merki þess og hins lika, að höf. liefir dvalið vestan hafs nokkuð af þroskaárum sin- um. Ymislegt bendir til þess, að nokkurs megi af höf. vænta, er honum eykst æfing og þroski. Gríma. Þjóðsögur. Safnað hefir Oddur Björnsson. Jónas Rafnar bjó undir prentun. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. 3 hefti eru komin út af safni þessu, 5 arkir hvert. Eru þar margar mjög merkilegar þjóðsögur, og verður á engu mark- að, að slíkan fróðleik þrjóti í vörslum íslenzkrar alþýðu. Út- gáfa þessi er vönduð um allt, svo sem vænta má af aðstand- endum hennar, og er verulegur fengur í henni, bæði frá sjón- armiði þjóðlegra fræða og til skemmtilesturs. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.