Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 6
106 SKINFAXI manna og dýra, allt liefir það sinn þroskatíma, þrosk- nnin gengur misjafnlega fljólt, liáð ýmsum skilyrðum. En livað hcfir nú bezt álirif lil þroska fyrir jurtir, menn og dýr? Eg lield að það sé ylurinn og skjólið. Og hvað vantar þetta ekki oft í vornáttúruna hér: „Næturfrost og nepja nýgræðinginn fella.“ Og ekki erum við mennirnir síður vankunnandi i því að ala upp ungmennin en jurtir jarðarinnar. Hér eru til bún- aðarskólar, og þar eiga menn að læra margt, sem að húnaði lýlur. En hver kennir mönnum að ala upp æskulýðinn? Enginn, nema helst náttúran eða náttúru- hvötin sjálf. Móðirin gleymir ekki barni sínu, og ærin ekki lambi sínu. En uppeldi mannanna held eg sé líkt háttað og uppeldi jurtanna: að sumum er hlúð vel, öðrum miður; vorhret lífsins koma á suma menn strax i æsku, hvert eftir annað, og liafa sínar misjöfnu verk- anir, eftir því sem upplag mannsins er, herðir suma, beygir suma, og gróðurnálarnar fyrstu og viðkvæm- ustu verða fvrir meira eða minna kali; sumir ná sér að miklu leyti, en fáir til fulls. Hverju er þetta að kenna? Það get eg ekki sagt. Allir foreldrar vilja börn- um sínum vel, en það á sér oft stað, finnst okkur eldra fólkinu, að unglingarnir láta sér liggja i léttu rúmi, það, sem við erum að segja þcim til leiðbeiningar, og má vera, að þetta hafi ætið svona verið og að hverjum eldra manni finnist tímarnir svona breyttir. Eins og þið vitið flest, hefi eg lítið lært, nema það, scm lífið og reynslan liafa kennt mér, og það get eg sagt ykkur, að mér finnst eg vita furðu lítið, og þó veit eg ósköpin öll samanborið við það, sem eg vissi um tví- tugsaldur. Eg hefi oft óskað mér, þegar eg hefi verið að tala við menn, máske eitthvað af ykkur, að eg mætti kasta ellibelgnum og lifa upp aftur á ný — bara eg mætli lialda lífsreynslunni. Af því að eg er að tala hér á ungmennafundi, finnst mér eg vera að tala við unglinga, en það eruð ])ið nú

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.