Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 3
SKINFAXI 103 ingjan veit, hvenær veturinn fer, og vorgróðinn lætur nú bóla á sér, með skínandi skrautið og auðinn“. —- — En nú í þetta sinn er þessu alll öðru vísi farið, og það er ekki eins og vorið heilsi okkur fyrst í dag, enda er það komið fyrir nokkru, eftir almanaki talið, eins og þið vitið öll. I dag er sumardagurinn fyrsti, í gær var vetrardag- urinn síðasti. Hve skammt er þar á milli! Og verð eg aðeins að líta til baka }7fir liðna veturinn; hann hefir verið óvenjulega mildur, svo að vart man nokkur nú- lifandi manna annan slíkan. Hugurinn ætti þvi að vera fullur af þakklæti hjá okkur öllum, því að mikil var þörfin fvrir þetta land. En samt getur gleðihiminn nýbyrjaða sumarsins ekki verið alvcg lieiður; vetur- inn hefir skilið eftir sorgarský yfir þessari sveit, þar sem við urðum að sjá á bak einum okkar bezta manni yfir um landamærin, þangað, sem við erum lítt kunn- ug, en vonum víst flest eða öll, að miklu betra sé að vera en liér, og skulum við því reyna að láta þelta ekki draga úr gleði okkar yfir sumardeginum fyrsta; enda er eg þess fullviss, að þessi framliðni vinur okkar vill ]iað ekki, og liver veit nema hann gleðjist liér meðal okkar í dag? Mér finnst það lang líklegast? Sumardagurinn fyrsti, það er mikill uppáhaldsdag- ur. Eg fyrir mitt leyti hefi alla tíð síðan eg fór að vitk- ast fagnað fyrsta sumardegi og viljað láta mér liða sem bezt; hefi trúað því, að líðanin á sumrinu mundi fara eftir því. JÞið hafið vist öll tekið eftir því, hver mimur er á fyrsta sumardegi og fyrsta vetrardegi, og þó getur verið miklu sumarlegra í sjálfu sér fyrsta vetrardag, að öðru en þvi, að blessuð sólin kemur þá seinna upp og sezt fvr, skammdegið færist yfir, en langdegið er að koma með fyrsta sumardegi; á haust- in er alll að fölna, á vorin allt að lifna; það er sá mikli munur. Þess vegna er svo eðlilegt að allir fagni sumr- inu og vorinu, en þó einkum ungmennin. Og í dag er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.