Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 21
SKINFAXI 121 er bæði að mega og geta. Frelsi táknar einnig liið rétta val, þ. e. breytni, sem er í samræmi við æðstu siðgæðisbugsjón mannsins. Ef hann brevtir ekki eins og bann telur réttast vera, þá er það vegna þess, að einhver öfl, utanaðkomandi eða í hans eigin sák verða siðgæðismeðvitund lians yfirsterkari. Ilann er húður þessum öflum og þess vegna ófrjáls, jafnvel þótt liann sé voldugasti maður í beimi. „Hvað gagn- ar það manninum, þótt hann vinni allan heiminn, ef bann bíður tjón á sálu sinni?“ En það, að bíða tjón á sálu sinni, er að glata frelsi hennar, verða þræll liins illa. Flestir munu geta tekið undir þessi orð postulans: „Ilið góða, sem eg vil, það geri eg ekki, en það illa, sem eg ekki vil, það geri eg.“ Versti liarð- stjóri mannsins er ástríðurnar í hans eigin sál. Stærsti sigur, sem honum gæti auðnast að vinna, væri sá, að ná fullkomnu valdi á sjálfum sér. Maðurinn þráir að vísu sannleika, en þótt honum takist að finna bann, þá misþyrmir bann lionum. Frelsi er líf i sann- leika. Ófrelsi læðist að oss í ýmsum myndum og á öllum sviðum lífsins. Vitandi og óvitandi beygjum vér oss undir ok þess. Oss er því áríðandi, að vera á verði; leita þekkingar og skilnings á stefnum og fyrirbrigðum. Það er heilög skvlda vor, til þess að vér getum tekið sjálfstæðan þátt í úrlausn þeirra vandamála, sem óleyst bíða á öllum sviðum mann- legra viðfangsefna. Manninum er ekkert svið opin- Ijerra mála óviðkomandi. „Hvað kemur það mér við,“ er orðtak bins þröngsýna sjálfbyrgings, sem hefir þá skammsýnu trú, að liann geti lifað og þroskast ólnið- ur öðrum lifandi verum. Ilver sá, sem ekki tekur virkan þátt í frelsisbaráttu lífsins með huga og liönd, hann er eins og tré það, sem engan ávöxt ber, og verður þvi upphöggvið og í eld kastað. Honum blýt- ur að verða varpað í einhverskonar ruslakistu, sem hverju öðru óþarfa dóti, er flækist á vegi lífsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.