Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 27
SKINFAXI 127 í nokkrar greinar i 1. h. Skinfaxa þ. á. Greinin endar á þess- um orðuni: „Vil Föroyingar eru fegnir við at frœtta góð tíðindi frá ungmennafelögunum í íslandi og Skiilablaðið skal her hera fram sínar bestu heilsanir til teira og ynskja teim- um eydnu til starv sítt í framtiðini.“ Héðan og handan. Úr bréfi. Eftirfarandi línur eru teknar með Bessaleyfi úr bréfi til ritstjóra Skinfaxa, frá Ingimari Jóhannessyni: „------Afmælisheftið Jíkaði ágætlega hér. Sumir sögðu, að svar þitt væri það bezta, sem þú hefðir skrifað í Skinfaxa. Þóttir þú svara ágætlega. Iíg er á sama máli. Og eg er Skúla þakklátur fyrir lians grein líka. Hún er fjörlega skrifuð, en óþarfur uppþembingur i henni. Hvernig ætti æskan að láta sér standa á sama um fortíðina? Eins og þar sé allt dautt og ómerkt? Eins og jurtir geti vaxið ofan cða utan við jarð- veginn, en ekki í jarðveginum sjálfum? Iíins og æska nútirn- ans þurfi ekki að lita um öxl og reyna að skilja, í hvaða sambandi hún stendur við fortiðina? Hún þarf þess þó að minnsta kosti til þess að skilja, að hún, nútimaæskan, ber ábyrgð á afkomendum sínum, eða gagnvart þeim. Annars kynni hún að gleyma, því og fara að trúa, að hún ellist aldrei. „Framtíðin er henni allt,“ segir Skúli. Þetta er satt um suma menn. Þeir gleyma meira að segja nútímanum, hvað þá for- tíðinni, og eru svo altaf að reka sig á..Mér þykir vænt um móðurmálið, af þvi að frændur mínir hafa talað það mann fram af manni .... og gömlu byggingarnar af því, að þær hafa skýlt ætt minni í lifsbaráttu liðinna alda og eru mótað- ar af höndum þeirra og hugum. Mér finnst það skylda min, að minnast lífsbaráttu liðinna kynslóða með þakklæti og hlýjum hug, meðal annars af því, að siðustu einstaklingar ættar minnar hafa reynt að búa í haginn fyrir mig og mina samherja; þeir hafa alið önn fyrir mér, e 1 s k a ð mig frá því eg sá dagsins Ijós, þar til þeirra augnaljós slokknuðu. Og ]>essu ætti eg að gleyma. Þetta á að vera mér engis virði — auðvitað mér eins og æskunni, — en framtíðin allt! Nei, minn góði Skúli. Eg virði og elska æskuna og framtíðina. Flg vil halda lnig mínum opnum og hönd minni útréttri, til þess að taka á móti nýrri þekkingu .... En eg vil reyna að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.