Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 13
SKINFAXI 113 Stældur Bólu-Hjálmar og Látra-Björg. Slyng cr tóa að grafa göng, glingrar spói um mýrahring, kring uin mó viö hrauna hröng hringlar snjóugt beitilyng. Litur á hesti. Litaskrautið hugumhlýtt haföi’ hann aSalhorinn: sumt var rautt og sumt var hvítt. Svo cr jörð á vorin. TJm folald. Sporið hrcina og þelið liitt þúsund mcinum bifa; þú ert eina yndið mitt ef eg reyni að lifa. Úr vísum Litla-Rauðs. Enginn veit, hvort verður ber vísirinn, sem við fundum, en það er gott að gera sér góðar vonir stundum. Þornuð lind. Eg er fár sem feyskið bar, föl og sár er myndin. Þur er báran Bakkusar, blessuð táralindin. Margt er öfugt, meinin ný, mörg er töfin, þung sem blý. Mörg er gjöfin, gœttu að því; glóa höf og morgunský. Fyrst að engan annan stað á eg þessum vænni — gott cr að halla höfði að hundaþúfu grænni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.