Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 19
SKINFAXl 119 Mannkynið á einnig minningar um ógleymanleg af- rek á andans sviði, unnin fyrir frelsi sálnanna. Lengsl og bjartast ljómar gimsteinn frelsisins í þyrnikórón- unni á Golgala-liæð. Sagan getur um og geymir liin stóru verkin, þau sem haft liafa mesta þýðingu fyrir frelsi þjóða og alls mannkyns. Hin eru óskráð og ekki talin, sem unnin liafa verið, unnin eru og munu verða, i skugga umkomuleysis og fátæktar. En þau lifa samt — ekki livert einstakt svo að á verði hent, heldur lifa þau í heild í meðvitund mannkjns. Þau óma sem undirspil, lágl en sterkt, við hásöng hinna guðdómlegu hetju- verka. Bæn um frelsi stigur upp til almættisins frá öllu, sem lifir, því að frelsi er mesta nauðsyn lifsins. Það er möguleikinn lil að lifa samkvæmt eigin eðli og eftir eigin lögum. Möguleikinn lil að njóta þeirrar sælu og ná þeim þroska sem liverri lífveru er eigin- legt, samlcvæmt eilífum lögmálum tilverunnar. Það er lögmálshundin hreyfing lifsins eftir hljóðfalli al- heimsstjórnarinnar, guðdómsins. Enginn skyldi ætla, að frelsi sé sama og líf, óliáð öllum reglum og allri stjórn, því að þá væri tilveran áformslaus óskapnaður. Ef lög og reglur manna eru í samræmi við stjórnarskrá tilverunnar, ]iá valda þau ekki ófrelsi, heldur miða þau til fullkomnara frelsis, miða að ])ví, að koma í veg fyrir ófrelsi, kúgun. Ef aftur á móti ríkjandi skoðanir og skráðar reglur eru í ósamræmi við lögmál lífsins, þá liljóta þær að valda truflun og töf á framstreymi þess og eðlilegri þróun. Þær standa eins og klettur eða falla líkt og skriða i farveg þess, neyða það til að taka aðra stefnu eða mynda kyrrstöðu. Lífið lætur aldrei kúgast til lengd- ar. Við liverja tálmun vex því ásmegin, unz það ryð- ur henni hurt og æðir fram með óstöðvandi afli. Þannig eru allar snöggar hyltingar til orðnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.