Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 24
124 SKINFAXI fegra og gylla málstað sinn og lífsviðhorf eftir föng- um, til þess að afla sér fylgis. Af vinum vorum og nánustu samverkamönnum stafar frelsi voru jafnan nokkur liætta. Réttlætis- kenndin lýtur oft í lægra lialdi fyrir vináttu. Vegna samkenndar og vinarþels liöfum vér lineigð til að ganga á snið við sannleikann. „Verndaðu mig fyrir vinum mínum“, hað spekingur einn. „Vinn það ei fyrir vinskap manns, að vikja frá gölu sannleikans,“ kvað Hallgrímur Pétursson. Blint og gagnrýnilaust fylgi við menn eða málefni skapar sjaldan lialdgóð- an árangur. Að óreyndu getum vér húizt við, að sérhver stefna hafi á hoðstólum eitthvert hrot af sannleika. En hinu megum vér ekki treysta, að liún hafi aðeins hrein- an málm sannleikans. Þess vegna verðum vér að haga oss eins og kaupsýslumaður sá, er vegur málm þann, sem honum er boðinn, til þess að kanna skírleik hans. Vér verðum að leggja rök og líkur á vogskál- ar dómgreindar og réttlæiskenndar og velja eða hafna eftir því sem þau reynast. Hér er og aðeins um óhein viðskifti að ræða. Flokkar og stefnur láta oss í té fræðslu og lofa oss einhverjum fríðindum, beinum eða óbeinum, en ætlast til að fá í staðinn sannfær- ingu vora og persónuleg áhrif. Ber oss vitanlega að gjalda í rétlu hlutfalli við raunverulegt verðmæti. Oft er ærinn vandi að finna hið sanna verðmæti, þvi að í nafni sannleikans er leitazt við að blekkja oss; undir yfirskyni réttlætis er reynt að fá oss til að þjóna ranglætinu og í nafni frelsis erum vér kúgaðir. Tízka og almenningsálit leitast við að halda mönn- um á troðnum götum ríkjandi smekks, skoðana og skipulags. Hafa þau hjúin gjammandi lmnda fyrir- litningar, haturs og liæðni til þess að lialda hjörð- inni saman. Flestir lúta þeim i auðmýkt, annaðhvort vegna þess, að þeir sjá ekki út úr rvkmekki van-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.