Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 12
112 SKINFAXI þetta’ er norðan ólund og ýmisháttar fleira. Vœtuhrollur. Hlúa lítt að himnabeð hriðar gráu tjöldin, veslings loftið vagar með vætuhroll á kvöídin. Úr Ijóðabréfi. Kuldinn herjar okkur á, er að berja gömul strá, hrannir skerjaskaufar þjá, ský eru hverjum degi hjá. Stórhrið. Ilríð og bölvun úti ala illra veðra djöflafans. Það er ekki um það að tala, þetta er nú gamanið hans. Hvítur skaflinn skefur sig, skríður kind að barði; hríðar öskrin hræða mig sem hljóð úr kirkjugarði. Bærir fangið felmtruð jörð, færist þang um æginn; slær á vanga hríðin hörð hærulangan daginn. Ferleg eru faðmlög ]iin fjötur minna vona; hjartans nepjunótlin min, nístu mig ekki svona.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.