Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 22
122 SKINFAXI „Revndu að safna þér sannfæringu og sannfæring skaltu’ ekki muldra’ o’ní í bringu.“ I þessum orðum skáldsins, felst einföld en liiklaus krafa lífsins til allra manna. Dómgreindin, sem er samband vitsmuna og þekk- ingar, og samvizkan, er æðsta siðgæðishugsjón vor, meðvitundin um lögmál og tilgang lífsins, eru varð- englar frelsis vors. Þeir aðvara oss, þegar því er liáski búinn, og lýsa leið vora, er við sækjum fram til full- komnara frelsis. IÞeir bjóða oss að vernda, eigi að eins vort eigið frelsi, heldur og annarra. Þvi að ein- staklingur iiver er aðeins lítil grein á liinum mikla meiði lífsins, og ormar þeir, sem naga rætur trésins, og sníkjudýr þau, sem lifa á Iierki þess og blöðum, eru sameiginlegir féndur allra hluta þess. Maðurinn er hvorttveggja: frjálsasta og háðasta lífvera jarð- ar. Frjálsasta að því leyti, að bann drottnar vfir víð- lendustu ríki möguleika. En að þvi levti báðasta, að hann þekkir og þráir fleira það, sem liann getur ekki öðlazt, en aðrar verur. Óskir lians fljúga langar leið- ir út fvrir takmörk þess mögulega. „Fótur lians er fastur, þá fljúga vill önd.“ Fastur i hlekkjum þræl- dómsins. Hinn einfaldi og fáfróði er þræll hins eigin- gjarna og slægvitra. Sá vanmáttugi þræll þess sterka. Sá hinn máttugi, sem notar vald og yfirburði, til þess að undiroka aðra, hann er þræll ágirndar, valda- græðgi eða metorðagirndar. Þræll sérdrægninnar. Arðræninginn liggur á leiðum viðskiftanna og lirifs- ar í sinn sjóð annan eða þriðja livern pening, sem vér öflum með erfiði. Kaupahéðnar, braskarar og iðnrekar einoka nauðsynjar almennings, svifta liann eðlilegum arði vinnu sinnar og halda lionum á þann liátt í fjárhagslegum og menningarlegum þrældómi. Menn, sem vér höfum ef til vill aldrei heyrt nefnda, ráða þannig að meira eða minna leyti yfir lífsham-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.