Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 15
SKINFAXI 115 og horft á þenna sómasið. Svona er stundum hreinlætið. (2. Sam. 11, 2,—12. 24.). Nú er kalt á kji'iku i dag, krapar í lífsins slabbi. Vertu önnur Abizag; eg skal vera Dabbi. (1. Sam. 25.). Allavega endingar eru’ á bragafótum; hleypur margt í hendingar á hagyrðingamótum. Sögunefndir. íslendingar hafa jafnan verið taldir söguþjóð, og eiga sjálfsagt skilið að vera kallaðir það. Á síðari tímum, að minnsta kosti, má þjóðin þakka þenna hróður sjálfmenntuðum alþýðumönnum. Þeir gerðu aðallega tvennt: rituðu upp eldri sögurit og varð- veittu þau frá gleymsku og glötun, og i annan stað settu saman rit sagnfræðilegs efnis og tóku að þeim heimildir úr hókum, skjölum og af vörum manna. Sögufróða alþýðumenn síðastliðinnar aldar má með- al annars nefna þá Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi og Gísla Konráðsson. Engir sjálfmenntaðir menn nú á dögum munu jalnast á við þessa fræðaþuli. Að mörgu leyti eru samt miklu hetri skilyrði nú fyrir menn, að setja sarnan sögurit, en nokkru sinni áður. Blöð, hækur, skjöl og ýmiskonar rit, sem til eru á söfnum, og árlega eru gefin út, eru ótæmandi heim- ildir fyrir ýmiskonar sagnafróðleik. En engu að sið-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.