Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 23
SKINFAXI 12.3 ingju vorri. — Valdræninginn er hættulegur i:öAuil frelsisins. Hann verndar ranglæti og viðheldur mis- rétti. Hann liikar ekki við að leiða bölvun og þján- ingar blóðugra styrjalda yfir þjóðirnar, til þess að verja sérréttindi og kúgunaraðstöðu þjóða eða stétta. Fjöldinn er leiksoppur í liöndum hans. Hann teflir með líf og hamingju þúsunda og miljóna manna, líkt og væri það auðvirðilegir smápeningar á liorði spila- mannsins. llver sá valdliafi, sem þjónar ekki frelsi og réttlæti — sem teknr ekki málstæð smælingjans og réttir hlut bins kúgaða — er valdræningi, því að hann liefir öðlazt vald sitt með fölskum forsendum, þó að bann hafi verið löglega kosinn. Vald er i eðli sínu aðeins umboð almennings. Og hver mundi fá öðrum umboð til að þjá sig og kúga, ef hann væri sjálfráður og óblekktur? Alþýða allra landa þjáist nndir duldu og augljósi oki arð- og vald-ræningja heimsins. Fáfróðir einstaklingar megna ekkert gegn kúgun þeirra. Þekking og samtök eru einu vopnin, sem á þá bíta. Það, sem krafizt verður af liverjum einstaklingi, er að liann reyni að sjá og skilja orsak- ir þjáninganna, og skijii sér ótrauður i fvlking þeirra, sem frelsið verja. Hver sem vanrækir það, gerist fyrst og fremst böðull síns eigin frelsis og þar að auki með- sekur um kúgun og rán. Af kennilýð og málflytjendum trúarbragða, stjórn- málastefna, allskonar sérkreddna og kenningakerfa, stafar andlegu frelsi voru liætta, ef dómgreind vor og samvizka standa ekki trúlega á verði. — Trúar- brögðin liampa sínum opinberunum, belgisögnum og dulfræðum, og liafa á lofti svipu eilífrar fordæming- ar, ef ekki er skilyrðislaust kropið að ölturum þeirra. Stjórnmálastefnur leitast við að harðbnýta sál vora og sannfæringu með æsingum, rógi, falsrökum og ósannindum. — Sérhver stefna og kenninga-kerfi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.