Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 18
118 SKINFAXI Frelsi. Við yzta sjónhring mannsandans hillir upp úr hafi eilifðarinnar sólroðna strönd. Að haki liennar liggur land hins fullkomna frelsis, laugað ljósdýrð eilífs sannleika. f áttina þangað iiafa spámenn og leiðtog- ar mannkyns hvesst sjónir. Skyggni þeirra er skarp- ara en annarra manna, og frá þeim liefir mannkynið fræðslu um liið fyrirheitna land, þar sem það á i vændum eilífa hátíð, þegar mannlegur vilji er runn- inn saman við og orðinn eitt með liinum æðsta vilja, alfrjáls og almáttugur. Á liátíðlegustu stundum lífs vors göngum vér upp á sjónarhæð og snúum augum vorum í áttina til þessa fjarlæga lands. Þá sjáum vér djarfa fyrir tindum þess, eins og turnum glæsilegrar Ijorgar. Oftast er það þó hulið mistri og móðu, því að milli vor og þess liggur ómælishaf vanþekkingar, veikleika og skammsýnnar sjálfselsku. Frelsisþráin er vöggugjöf mannkynsins. En þrældómur hefir verið Iilutskifli þess. Úr djúpi sögunnar herasl til vor stun- ur, andyörp og örvæntingarraddir þeirra kúguðu og undirokuðu. Voldugar, æstar og ógnandi raddir þeirra, sem „hristu sín hönd“, risu gegn okinu, vildu lieldur missa lífið en frelsið. Frelsisþráin er hæsti tónninn i liörpu mannsandans, laufríkasta tré og litfegursta smáblóm í aldingarði hans, bjartasli gimsteinn í kórónu Iians. Hvað er frelsi? Vér vitum, að það er eitthvað óend- anlega dýrmætt og dásamlegt. Engin þau verðmæti eru til, sem ekki hefir verið fórnað til þess að öðlast það eða verja. Flest glæsilegustu, áhrifamestu hetju- verk veraldarsögunnar Iiafa verið unnin í þágu frels- is í einliverri mynd. Fjöldi smáþjóða á sögu, skráða blóðletri á minnisblöð mannkyns, um þjáningar, har- áttu og hlóðugar fórnir fyrir stjórnarfarslegt frelsi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.