Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 5
SKINFAXI 105 í liverri sveit, lielzt í liverju ung'mennafélagi. Lítiö þið vel eftir lionum, og ef þið finnið hann, þá fylgið ráð- um lians. En það slcal eg minna ykkur á, að mest riður á dugn- aði ykkar og þolgæði, þegar vorhretin eru að koma livert eftir annað, og „stormurinn fátæklings hrýzt inn í bæ og hlæs þar með liurðunum sí og æ.“ Þá er að láta ekki hugfallast, taka þá i sig kjarlc og lifa i von um vorið, þó það komi seint. Því að ekki hregzt, að það kemur. Sumardagar koma á hverju ári, en mis- jafnlega margir og fagrir, og flestir eiga einhverntima að fagna góðviðrisdögum Eg hefi nú lítillega minnst á vorið og voryrkjuna hvað jörðinni viðvíkur, og legg eg mikið upp úr því, að liún sé rekin kappsamlega, þvi að þar undir er komin líðan okkar hvað efnahag snertir. Og sjaldan hefir lík- lega riðið meira á þessu hér á landi en nú, margur kal- hlettur er ógræddur eftir undangengin ár,og rolog fúa- skellur, sein ill verður við að fást. Við þurfum líka hér á Mýrunum að leggja stund á fráræsluna, til að verj- ast fúanum. Eg liefi sagt, að við fögnuðum öll sumrinu, en þó einkum unglingarnir á meðan þeir eru á þroskaskeið- inu; þá stendur yfir þeirra æskuvor. Og misjöfn eru æskuvorin mannanna, eins og vor náttúrunnar. Til eru þau ungmenni, sem lifa við allsnægtir og eftirlæti, svo að aldrei sýnist draga upp skýflóka á vorhimin þeirra. En liklega er þetta tiltölulega eklci algengara en liretlausu vorin i náttúrunni. Og við vitum flest, að minnsta kosti i sveitunum, af vorhretum náttúrunnar, en ekki ælíð, livað gerist í liug æskumannsins. Mikið ríður á vorjrrkju náttúrunnar, eins og eg hefi lítillega minnst á; þó ríður enn irteirá voryrkju manns- sálarinnar, og sú yrking á raunar að standa yfir alla æfi mannsins. Mér fyrir mitt leyti og mína reynslu finnst svo mikill skyldleiki milli þessa alls, náttúru,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.