Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 11
SKINFAXI 111 Vorið dregur eitthvað út undan frosnum bakka: hefir geymt þar grænan kút. gef mér nú að smakka! Júnsmessiinótt. Safna kröftum grösin græn, glampar á hverja örðu; hneigir sig i blíðri bæn blessuð nótt að jörðu. Nóttin kveður ástar óð alla móa og tjarnir kring um með sunnanvind og sólarglóð i sínum ungu tilhneigingum. Aftanstund er oftar sár en menn liljóðbært láta; veðrið er með votar brár. — Vertu nú ekki að gráta! Sólhvörf. Dýrt er Ijós um loftin grá, lítil birtuneyzla; gömul sólhvörf okra á ofurlitlum geisla. Hauslvísa. Storma vofur vaða reyk, vingsa fylgju dökkri; Hrævareld í lausaleik loftið á með rökkri. Vatt sér liaust á vorsins lóð, veinaði naust og tindur; kvað við raust sín kögurljóð kvalinn austanvindur. Krapar inn uin vík og vog, væl er úti að heyra;

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.