Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 16
116 SKINFAXI ur er margt af því sögulegt, sem gerist úti um sveit- ir landsins, eða í einstöknm héruðum og sjávarþorp- um, og hvergi er birt almenningi, né láticS á „þrykk út ganga.“ Nú eru gleggri timamót í þjóðlífi íslendinga, á mörgum sviðum, en nokkru sinni fyr. Skal ekki fara nánar út í það hér. En á ári hverju deyr út meira og minna af ýsmum þjóðlegum fræðum, með þeim, sem falla í valinn af eldri kynslóðinni. Það fer oft líkt um þann andlega gróður og hinn, sem á jörð- unni grær, að menn sakna þess, að hafa ekki varð- veitt hann meðan þess var kostur. í liverri sveit og kaupstað á íslandi ætti að vera til nefnd, skipuð 3 mönnum, er hefði á liendi sögu- ritun sveitarinnar. Mætti nefna liana sögunefnd. Nefndarmenn skiftu með sér verkum. Einn ritaði, en liinir viðuðu að efni. Þeir ættu að hafa greiðan að- gang að bókum lireppsins og skjölum. Hefi eg hugs- að mér, að tilhögun á framkvæmd þessa nýmælis vrði eitthvað á þessa leið: Hreppshúar kjósa sögunefndina á sama hátt og þegar hreppsnefnd er kosin. Velja skal þá menn, sem færastir þykja til starfsins. Nefndin skyldi kosin til 5 eða 6 ára. Hún skiftir með sér verkum. Á skemmri tíma má þó skifta um menn í nefndinni, ef þurfa þykir. Nefndin skyldi nota 3 fyrri starfsárin til að- drátta á efni, en rita söguna í eina lieild og liafa lok- ið henni að fullu og látið binda liana í vandað band, að kjörtimabilinu loknu. Ætti þá að greiða hverjum nefndarmanni þóknun fyrir starfa sinn, og auk þess borgun fyrir ritfæri og barnl. Söguna skyldi varðveita í eldtryggum skáp á einhverjum bæ í sveitinni. Sé öllum innansveitarmönnum heimill aðgangur að henni lil aflestrar og uppskriftar, á staðnum, en út af heimilinu skyldi hún aldrei fara. Æskilegast væri,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.