Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 7
SKINFAXI 107 ekki nærri öll, tilheyrendur mínir. Samt ætla eg nú að leyfa mér að leggja ykkur nolckur lieilræði, sem mér liafa gefizt vel i lífinu; eg vona þið virðið mér allt á betra veg. Eg ætla þá fyrst af öllu að ráðleggja ykkur að reyna að vera sem oftast glöð, taka lífið létt, en þó með al- vöru, vera kurteis i allri framkomu, en þó djörf, jafn- alúðleg við alla; vera árrisul og slóra ekki á kveldin, skilsöm i öllum viðskiftum, hversu lítið sem er, helst að borga fyrir gjalddaga, ef þið fáið fé að láni, en yfir höfuð að forðast allar lántökur, sem mögulegt er að komast hjá, fara enn þá varlegar með lánað fé en ykk- ar eigið, varast alla evðslusemi, brúka ekki óþarfa glingur og varast alla óreglu í lífinu, einkum vín- nautn, því að svo mun reynast, að vínnautnin getur haft flestar nautnir og óreglu i eftirdragi. Mig langar til að minnast á eitt enn, sem ungmenn- um kemur mikið við, en þori það varla; það er miklu verra en að ganga glerhálan ís, litið betra en að vaða eld. Mig vantar tárlireinar hýalínshendur til að skrifa orðin og ungt og lireint hjarta til að velja þau. Þið vilið nú hvað eg meina, áður en eg nefni það, livað mig langar til að tala um — og ekki siður, þar sem það er á sumardaginn fyrsta. —- „Vorið góða, grænt og lilýtt“ —■ æska, ást, æskuástir hefi eg líklega ætlað að segja, gróðurnálar, vorgróður. Hefi eg ekki sagt, að honum væri hætta við kali og að hann þyldi illa eða ekki vor- liretin. Eg lield, að vandfarnast sé með þessar gróður- nálar af öllum gróðri, en hann verða þeir sjálfir að varðveita, sem hlut eiga að máli; aðrir geta vart baft afsldfti af honum. Og að mínu áliti er þetta helgasta eign livers manns, enda er svo vandfarið með liana, að fáum, sem annars eignast hana, tekst að komast með liana óbrotna gegnum vorliret lífsins. En aftur á móti: heppnist vel með fyrsta gróður ástarinnar, þá er það mikið happ í lifi hvers manns. — Hver maður á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.