Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.1931, Blaðsíða 10
110 SKINFAXI að til að tala við þig, Lilja, sagði Hávarður, og þau gengu saman stundarkorn og töluðu um liðna tímann. Og Hávarður komst að því, að hann hafði séð rétt frá upphafi, liún liafði hugsað til lians, eins og hann til hennar. Hávarður þakkaði Lilju fyrir, að hún liafði ialað við liann þessa stutlu stund, og liann kyssti hana þá fyrsta og síðasta ástarkossinum, sagði gamla kon- an, og mér fannst hún klökkna við. — Svona var þetta nú, börnin mín. Mennirnir áforma, en guð ræður. En örlögunum má taka misjafnlega, og mannslundin og drengskapurínn mun ætíð segja til sin, hvernig sem atvikin verða i lífinu. -----Eg hefi nú orðið lielzt til langorður, hið ykkur fyrirgefa og þakka ykkur fyrir þolinmæðina. Það síð- asta, sem eg ætla að minna ykkur öll á, er að reyna að halda gleðinni sem Iengst við að þið getið, því að gleðin, hún er lifsins hezta lyftistöng. En þó má ekki gleyma þessum vísdómsorðum: Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér; enginn veit sína æfina fyr en öll er. Að endingu óska eg ykkur öllum: gleðilegt sumar og vorhretalaust! Lausavísur. Eftir Jón Þorsteinsson á Arnarvatni. Þegar hlákan þíðir ís — þa'ð mun verða fleirum — dalurinn allur rjóður rís, roðnar fram að eyrum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.