Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1932, Page 11

Skinfaxi - 01.10.1932, Page 11
SKINFAXl 135 stúdenta í Kaupmannahöfn, vildi maður skyggnast í framtíð íslands. Á þessum mörkum urðu ungmennafélögin til. Þau eru einskonar trúarjátning samtíðarinnar á manndóm,. sem þjóðin búi vfir, og jafnframt trú á náttúrugæði landsins. Þau treysta því, að hér geti þjóð, þótt fámenn sé, lifað menningarlífi og varðveitt þjóðerni sitt og. frelsi. En jafnliliða kemur sá skilningur fram, að svo bezt megi þetta verða, að sérhver einstaklingur efli sem bezt þroska sinn — andlega og líkamlega. Og þcssi skilningur lýsti sér í starfsliáttum Ung- mennafélaganna. Þau lögðu stund á bvorutveggja, likamlega og and- lega atgjörvi. Á fundum félaganna voru rökræður og kappræður um bin margvíslegustu viðfangsefni til þess fallin, að vekja skilning manna; æskufólldð kom þar fram með umbótabugmyndir sínar og áhugamál. Blöð voru rituð af félagsmönnum og lesin á félagsfundum. Söngur var um liönd hafður á öllum fundum og auk þess æfður undir stjórn söngfróðra manna. Þá skipuðust fjölmennari félögin i flokka eftir áliugaefnum. í Ungmennafélagi Reykjavíkur, til dæm- is, voru tveir málfundaflokkar samtimis, taflflokkur, söngflokkur, leikl'imiflokkur, ghmuflokkur, skíða- flokkur, sundflokkur og samlestrar- og upplestrar- flokkur. Skemmtiferðir voru farnar og skemmtanir félaganna yfirleitt með þjóðlegum blæ. Af verklegum umbótum voru samkomubúsbygging- ar, og j)á oft í félagi við sveitafélög, algengustu fram- kvæmdir, þá sundlaugar, trjáplöntun og algengt var, að Ungmennafélagar i sveitum beittust fyrir hjálp við heyskap, þegar veikindi steðjuðu að fátækum heimil- um um sláttinn. Um stærri framkvæmdir einstakra Ungmennafélaga

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.